Andvari - 01.01.2004, Page 73
andvari
AUÐUR AUÐUNS
71
manna því blaðamaður spyr: „Eruð þér hlynntar afnámi prestkosn-
inga?“ Og hún svarar: „Ég tel, að samband prests við sóknarbörn sín
sé svo sérstaks og persónulegs eðlis, að mjög ríkar ástæður þurfi til að
koma, ef svipta á söfnuðinn beinum áhrifum á val presta.“ Blaðamað-
urinn rifjar upp að erlendis höfðu biskupar neitað að vígja kvenpresta
og spyr kirkjumálaráðherra hvort nokkur biskup yfir íslandi gæti færst
undan þeirri embættisskyldu, ef kona hefði verið skipuð prestur
einhvers safnaðar hér á landi. Auður svarar því svo: „Ég fæ ekki séð,
að slík synjun biskups eigi stoð í gildandi lögum.“
Vísun til laga er faggrein lögfræðingsins og oft má merkja af ýmsu
hversu Auði var tamur hinn júridíski þankagangur og föst á því að lög
og reglur væru virt og höfð í heiðri. Fólk sem þekkti hana langa ævi
taldi að hún hefði með árunum orðið enn eindregnari á þeirri skoðun,
°g eru um það dæmi þó ekki verði rakin hér. í starfi á þingi var vitað
hversu afar glögg Auður var að sjá lagalegt samhengi mála. A seinasta
skeiði sínu sem þingmaður og þá í stjórnarandstöðu gat hún verið
hvöss í garð sinna pólitísku andstæðinga og lét ekki eiga hjá sér, en
grannt skoðað ævinlega að gefnu tilefni.
Önnur félagsstörf - leiðaiiok
Eins og fram hefur komið gaf Auður Auðuns ekki kost á sér í framboð
til Alþingis við kosningar í júnílok 1974; voru þá liðin fjögur ár frá því
að hún hætti sem borgarfulltrúi. Mun hún hafa fengið heilsufarslega
vísbendingu um að tímabært væri að slaka á. Aðspurð kvaðst hún búin
að vera það lengi í pólitískum störfum að kominn hefði verið tími til
að víkja fyrir yngra fólki og „hefði kannski átt að gerast fyrr.“ Hún
bætir við að ef hún hætti yrði það að vera alveg, „mér fannst kominn
tími til að hafa það rólegt.“ Eftir allt stjómmálastarfið tók við það sem
Auður sjálf kallaði langt og gott frí.
Einn viðmælandi Auðar, um það leyti sem hún var að sleppa taum-
unum úr hendi sér, biður hana að líta yfir farinn veg, hvernig henni hafi
þótt stjómmálastarfið og hvaða kosti hún meti mest í fari stjórnmála-
manna: Heilindi og aftur heilindi - er mat Auðar Auðuns. Þeir sem
lengst voru henni samtíða í pólitísku starfi og á vettvangi félagsmála
rnunu án efa heimfæra þetta mat á hana sjálfa.
Arin 1975-1978 var Auður í útvarpsráði og mun það að líkum vera