Andvari - 01.01.2004, Page 75
andvari
AUÐUR AUÐUNS
73
um sem Auður reit og erindaflutningi hennar árum saman, oft að undir-
lagi KRFÍ sem hafði þau mál á stefnuskrá sinni. KRFÍ á aðild að
Alþjóðasamtökum kvenréttindafélaga sem eiga áheymarfulltrúa við
nokkrar stofnanir SÞ.
Hugmyndin að alþjóðlegu kvennaári kom frá Kvennanefndinni og
Allsherjarþingið samþykkti í desember 1972 að helga árið 1975
málefnum kvenna í heiminum undir kjörorðunum: Jafnrétti - framþró-
un — friður. Efnt var til kvennaráðstefnu í Mexíkóborg á vegum SÞ
dagana 19. júní til 2. júlí 1975. Ríkisskipuð kvennaársnefnd hér á landi
skyldi fylgja málum eftir innanlands og vissulega gerðist margt hér af
þessu tilefni sem ekki er unnt að fjalla um hér. En fyrsta verkefni
nefndarinnar var að tilnefna þrjár konur sem fulltrúa Islands á
ráðstefnu SÞ í Mexíkó. Var Auður Auðuns formaður sendinefndarinnar
og með henni í för Sigríður Thorlacius og Vilborg Harðardóttir. Á
þeirri ráðstefnu varð til framkvæmdaáætlun til næstu tíu ára um
aðgerðir til aukins jafnréttis kynjanna. í lok þess áratugar var í Nairobi
1985 gerð úttekt á því sem áunnist hafði. Þar var enn gerð áætlun um
framkvæmdir til að bæta hag kvenna og þá voru tímamörkin sett við
næstu aldamót.
Auður var eitt sinn spurð álits á því hvort það hefði verið erindi sem
erfiði af þessu „jafnréttisumstangi“, eins og einhverjum varð að orði.
Hún taldi engum blöðum um það að fletta að á þessu tímabili og eftir
að Sameinuðu þjóðirnar tóku að beita sér í alþjóðlegu samhengi fyrir
jafnrétti kvenna og karla hefði verulegur árangur náðst — en betur
ntætti ef duga skyldi.
Auður Auðuns var kjörin í stjóm KRFÍ1946 og sat í stjóm samfleytt
t 16 ár, alltaf landsfundarkjörin. Félagið er þverpólitískt á þann hátt að
samkvæmt lögum þess skal á landsfundum, sem eru haldnir með reglu-
legu millibili, einnig kjósa fulltrúa í stjóm frá öllum stjórnmálaflokk-
urn sem eiga kjöma fulltrúa á Alþingi. Með þessu móti er opin leið frá
félaginu inn á vettvang stjómmála og öfugt, hefur þetta kerfi verið við
lýði frá árinu 1944 og gefið góða raun. Starfandi er innan KRFÍ Menn-
ingar- og minningarsjóður kvenna sem gengst fyrir bókaútgáfu um ævi
kvenna og eflir sjóð til styrktar lista-, vísinda- og fræðakonum. Auður
Var í stjórn þess sjóðs 1952—1976, þar af formaður í 16 ár. Kvenna-
heimilið Hallveigarstaðir við Túngötu í Reykjavík er sameign þriggja
kvennasamtaka: Kvenfélagasambands íslands, Bandalags kvenna í
Reykjavík og Kvenréttindafélags íslands. Húsið var lengi í byggingu