Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2004, Page 76

Andvari - 01.01.2004, Page 76
74 BJÖRG EINARSDÓTTIR ANDVARI en árið 1967 var það vígt og af því tilefni er tekin mynd af fram- kvæmdanefnd húsbyggingar og er Auður þar í hópi. Mjög oft var Auður ræðumaður á fundum félagsins, höfundur greina í ársriti þess, málflytjandi um ýmis efni í útvarpsdagskrám á vegum KRFÍ, endur- skoðandi félagslaga og fundarskapa, fundarstjóri á fjölmennum fund- um og ráðstefnum, fulltrúi þess á fundum erlendis og í einu orði sagt máttarstólpi í félagsstarfi sem ávallt var hægt að leita til. Geta skal um einn viðburð þar sem kom sér vel að kraftmikil samtök kvenna voru snögg að grípa til andmæla. Atvik voru þau að einhverj- um þingmönnum hugkvæmdist árið 1942 eftirfarandi nýbreytni í skólakerfi landsmanna: „Hafinn verði skipulegur undirbúningur að endurreisn Skálholtsskóla, þar sem piltar stundi menntaskólanám, og athugaðir möguleikar á því, að gera Kvennaskólann í Reykjavík svo úr garði, að hann geti orðið menntaskóli og vönduð uppeldisstofnun fyrir stúlkur.“ Þetta var komið til Alþingis sem tillaga að þingsályktun. Stjórnir Kvenréttindafélagsins og Kvenstúdentafélagsins sendu Alþingi þegar í stað hörð mótmæli gegn því að sniðganga lög nr. 37, 11. júlí 1911 þar sem konum er veittur sami réttur og körlum til allra menntastofnana og allra embætta. Auður Auðuns er ein hinna skeleggu kvenna sem létu heyra frá sér og hún ritar einnig pistil um málið sem endar svo: „Er þess að vænta, að konur geri sér ljóst, að hér er verið að vega að nýfengnum réttindum þeirra og fylki sér til mótstöðu gegn slíku.“ í formannstíð Estherar Guðmundsdóttur hélt KRFÍ hádegisfund 19. júní 1985 og bauð þangað konum sem sæti áttu á Alþingi. Við það tækifæri var Auður Auðuns, fyrrum dómsmálaráðherra, sem hafði lagt af mörkum mikið starf í þágu félagsins, gerð að heiðursfélaga. Zontaklúbbur Reykjavíkur var stofnaður í nóvember 1941 og var Auður Auðuns einn 15 stofnfélaga. Zonta er alþjóðleg samtök kvenna er starfa við stjómun fyrirtækja og annarra stofnana og á sviði sérmenntunar. Samtökin eru upprunnin í Bandaríkjum Norður- Ameríku í lok heimsstyrjaldarinnar fyrri og var fyrsti klúbburinn stofnaður árið 1919 í New York ríki. Zonta hefur um árabil unnið í nánum tengslum við stofnanir Sameinuðu þjóðanna og lagt þýðingar- miklum verkefnum lið með áherslu á að bæta stöðu kvenna og efla sjálfstæði þeirra og sjálfsvitund. Hér á landi eru nokkrir Zontaklúbbar dreifðir um landið og velja þeir verkefni hver fyrir sig. Meginverkefni Zontaklúbbs Reykjavíkur hefur verið að styðja heyrnarskerta á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.