Andvari - 01.01.2004, Síða 82
80
HJALTI HUGASON
ANDVARI
sem hér verður sagt enda skipta nákvæmar aldursgreiningar í fæstum tilvik-
um verulegu máli. Hér verður meiri áhersla lögð á heildarlínur.
Mesta skáld þessa heims
I eldri kveðskap Jóhannesar kveður ekki mikið að Kristi fyrir utan hugljúfar
íhuganir hans um Jesúbamið sem einkum koma fram í jólaljóðum í fyrstu
bókum hans.
I Níunda nóvember, einu af lokakvæðunum í Hrímhvítu móður, sem ort er
um Gúttóslaginn (1932) kemur fram snörp ádeila á hefðbundinn kristindóm
sem var algeng í ljóðum Jóhannesar um þessar mundir. I ljóðinu er kveðið
um hina öru uppbyggingu Reykjavíkur og teflt fram andstæðum, nýjum og
góðum húsum er reist höfðu verið við nýjar götur og köldum hjöllum sem
„hröma í ryki og fúa“ þar sem verkalýðurinn haldinn „skorti, gremju, gigt og
lúa,/guð sinn eiga... að finna...“16 [Leturbreyting HH] Síðan kemur hástig
ljóðsins þar sem ranglætið lýkst upp fyrir alþýðunni:
Góðu húsin voru ætluð öðrum:
æðri stétt, sem rændi lýðsins fjöðrum,
- þessum hreyknu höggormum og nöðrum
heims, sem Jesús Kristur barðist við.
Starfsins þjóð er ýtt að yztu jöðrum
eða í kjallarann - að skransins hlið.17
[Leturbreyting HH]
Þarna örlar á nýjum tóni í kveðskap Jóhannesar, hinn pólitíski Kristur, bróð-
ir öreigans, sem barðist við valdhafa þessa heims stígur fram á sviðið. Frá
guðfræðilegu sjónarhomi er því um tímamótaljóð að ræða.18
Kvæðabálkurinn Mannssonurinn er frá svipuðum tíma og bendir nafnið til
þess að þar megi finna mikilvæga uppistöðu í kristsfræði Jóhannesar á þessu
skeiði, en bálkurinn einkennist af fyrmefndum sinnaskiptum hans.19 Fyrsta
ljóð bálksins, Sálmur heiðingjans, myndar eins konar inngang að honum
öllum og varpar ljósi á trúarbaráttu skáldsins eins og á var bent.20 í næstsíð-
asta erindi „sálmsins" er hins vegar að finna mikilvæga vísbendingu um
hvemig Jóhannes leit á Krist á þessum tíma:21
Og ennþá berast mér boð frá þér,
minn bemskuvinurinn góði,
handan úr hliðskjálfi geims
og alltaf fer þá að ólga í mér
sú uppreisn þín fullum móði
gegn seiðskröttum valds og seims,
sem gerði þig mennskastan manna
og mesta skáld þessa heims.22