Andvari - 01.01.2004, Qupperneq 86
84
HJALTI HUGASON
ANDVARI
Þrátt fyrir allt hafði því koma Krists í þennan heim, hver sem hann var,
tvímælalaust og endurleysandi gildi. í Mannssyninum gætir því ekki von- og
tilgangsleysis og þar með beinnar afneitunar, heldur miklu fremur sterkrar
efahyggju í bland við framtíðartrú. Tímabilið sem fæddi af sér ljóðabálkinn,
kreppu- og stríðsárin, var ekki heldur tími sem glæddi fölskvalausar vonir
eða bauð upp á einfaldar lausnir.
Of langt er gengið að segja að í Mannssyninum sé sett fram íslensk
umhverfisbundin (kontextuell) guðfræði, en með því er átt við guðfræði sem
miðast við menningar- og félagslegt umhverfi þess sem setur hana fram. I
þessu sambandi íslenskan veruleika á kreppu- og stríðsárunum. Sögusviðið
er t. d. ætíð Palestína um daga Krists. Myndir og líkingar sem brugðið er upp
eru á hinn bóginn mótaðar af íslensku sveitamálfari og að nokkru leyti sveita-
veruleika. Það, sem og hinar persónulegu túlkanir skáldsins, gerir Mannsson-
inn að frumlegu skáldverki en ekki ljóðrænni endursögn biblíurita eins og
löng hefð var fyrir hér á landi.
Ljóðið Hvað nú, ungi maður?, annað síðasta í Hart er í heimi, varpar
einnig mikilvægu ljósi á kristsfræði Jóhannesar úr Kötlum. Þar rekur hann í
grófum dráttum þróunarsögu mannsandans og myndar kaflinn um Krist
þungamiðju sem ljóðið hverfist um. í fyrri hluta ljóðsins er þróunin rakin frá
dögum hellisbúans fram til daga Krists. Eftir það er tekið að rekja raunir
nútímamannsins. I kaflanum um Krist er staldrað við þar sem hann hélt Fjall-
ræðuna í flokki fiskimanna. Honum er lýst sem mildum, mögrum smiði
þorpsins með jarpa lokka og í hvítri skikkju og var þakklátur fyrir hvern þann
geisla sem vildi skína á hann.40 Starf Krists og boðun sem „flæddi eins og
kliður himinvatna inn í sálir smælingjanna“ kallaði þó á andstöðu:41
En þrælar gulls og bókstafs voru óvinir þíns anda,
því orð þitt kveikti frelsisþrá í barmi hinna ungu.
Þeir tóku þig og hæddu þig og hræktu á þig í bræði,
- þeir hræddust þessa alþýðunnar rödd á skáldsins tungu.
Og fiskimannabrjóstin urðu full af sorg og kvíða,
- það sló fölva á rauðblá sundin milli lands og eyja,
og liljumar og rósimar í hálfrökkri sig hneigðu
og hvísluðu: A vinur allra manna þá að deyja?42
Hér kemur skýrt fram að Kristur var málsvari öreiganna og í þjáningu hans
speglaðist þjáning þeirra eins og segir í næsta erindi:
Á kross einn varstu negldur, þorpsins mildi, magri smiður,
og hún móðir þín stóð álengdar í smæð sinni og támm.
I augum þínum speglaðist öll öreiganna þjáning,
- um andlitið rann blóð undan þymikransi sárum.
Og skordýrin þig stungu og naglamir þig nístu,