Andvari - 01.01.2004, Page 90
88
HJALTI HUGASON
ANDVARI
Ljóðið endar á fullvissunni um að „lýðviljans land“ undir stjóm verkamanna,
sem einkennist af krafti viljans, eldi áhugans og innileik bróðurþelsins, muni
verða að veruleika.62
Næsta bók Jóhannesar, Hrímhvíta móðir, einkennist af söguljóðum sem
flest fjalla um „stórmenni sögunnar“. I Hinn hvíti ás sem fjallar um Jón
Sigurðsson og sjálfstæðisbaráttuna brýst framtíðarsýnin þó fram: Ur fortíð
hann byggir upp sókndjarfa samtíð/með sjónimar hvesstar á volduga fram-
tíð.“63 Þrjú síðustu ljóðin skera sig frá fyrri Ijóðunum í því að þar er fjallað
um alþýðuna. Sprengja tvö þau síðustu af sér hin sögulegu efnistök og beina
sjónum fram á við.64
I Hart er í heimi gætir eskatólógíunnar í ýmsum ljóðanna. I Og þó —
vaknar óvænt „draumur kær um nýja, betri tíð“ í hjarta bóndasonar sem „veit
ei hót um sigursöngva heimsins:/að sjálfur fyrsti maí er í dag.“65 Þannig leit-
ar kenndin um hina nýju framtíð jafnvel á þá sem enn eru sér ómeðvitaðir um
stöðu sína í þjóðfélaginu og gang sögunnar. I Grát þú ei gætir hins vegar
bölsýni er Jóhannes segir að draumur æskumannsins um „sumarlandið“ sé að
deyja „í dölum þessa lands.“66 I lokaerindinu kemur þó huggun, von eskatól-
ógíunnar fram:
Grát þú ei, bam mitt! Þú átt þessa framtíð,
sem þeyrinn boðar hér.
Hin mikla bylting vorsins vofir yfir,
- hún væntir liðs af mér,
og kanski verð ég fallinn, þegar fólkið
sitt frelsi dáir hæst.
En ég er sæll, ef sumarglaðar óskir
míns sonar geta rætzt.67
í báðum þessum ljóðum setur skáldið fram framtíðarþrá sína í samræmi við
uppruna sinn í fslenskri sveit. Hér má því ræða um umhverfisbundna (kon-
textuella) eskatólógíu. Hin vonarríka framtíð er samslungin íslenska vorinu og
mun bresta á líkt og það. Það er síður en svo að framtíðin og framtíðarland-
ið sé í huga Jóhannesar einfalt mannanna verk eins og Jóhann Hjálmarsson
gaf í skyn. Þvert á móti er framtíðarlandið fastmótaður þáttur í (díalektískum)
gangi sögunnar og mun því verða að veruleika þrátt fyrir veikleika og von-
brigði þeirra sem bíða.68
Hitt er síðan annað mál að öll eskatólógía er skuldbindandi og skáld-
ið skynjar skyldur sínar við framtíðina.66 í Dagskipan Stalíns (Sól tér
sortna) er t. d. ljóst að bylting er forsenda hinnar nýju framtíðar (sjá ekki
síst 4. erindi og lokaerindið).711 Sama hugsun kemur fram í Öreigaminningu
(sama bók) þar sem skáldið lýsir þeirri sannfæringu sinni að öreigamir muni
ekki öðlast völd á grunni bræðralags sem fæst með því að makka við