Andvari - 01.01.2004, Page 94
92
HJALTI HUGASON
ANDVARI
Lambið er sem kunnugt er þekkt kriststákn (sbr. Agnus Dei, lamb Guðs sem
ber burt syndir heimsins og kemur m. a. við sögu í helgisiðum kvöldmáltíð-
arinnar og Opinberunarbók Jóhannesar). Þá vísa orðin óbeint til Spádóms-
bókar Jesaja (53. kap.) þar sem rætt er um hinn líðandi þjón Drottins sem
„...lauk eigi upp munni sínum, eins og lamb, sem leitt er til slátrunar...“. Loks
má benda á ýmsar dæmisögur Nýja testamentisins um ranglæti þessa heims
þar sem sagt er að tekið verði af þeim sem ekkert hefur en hinn ríki látinn
ósnortinn í auðlegð sinni. I sjötta kafla segir af svikum völunnar Þjóðunnar
(tákngervings þjóðarinnar) sem lögst var á „glámbekk" og hafnar beiðni
Sóleyjar að vekja riddarann og frelsishetjuna. Um hana er sagt að flís hafi
sést í auga hennar. Er það óbein vísun í guðspjöll Matteusar (7. kap.) og
Lúkasar (6. kap.).85 Þá koma beinar nýjatestamentisvísanir fyrir í kvæðinu. I
20. kafla kvæðisins er Sóley hneppt í fjötra. Næsti kafli á eftir er hvatningar-
ræða lögð í munn riddara er hleypir hesti í tónsetningu Pétur Pálssonar.86 Hún
hefst með þessum erindum:
Þér eruð salt jarðar,
ó hjartahreinu
sem gangið í guðs eigin her
og gefizt ekki upp fyrir neinu
- hafið þér séð vom tórgrím
með stjömuna einu?
Þér eruð ljós heimsins,
ó hetjur nær og fjær
sem skiljið svo vel að rauða hjartað
er skotmark hvar sem það slær
- hafið þér séð vom þórvald
með stjömurnar tvær?87
Hér er byggt á orðum Krists í Fjallræðunni í 5. kap. Matteusarguðspjalls.
I kvæðinu stendur náttúran, gróður og dýr, með Sóleyju og á einum stað
segir að „hvít lilja“ hvísli að henni boðum um að óvinimir sætu nú fyrir
henni.88 í kristinni táknfræði er liljan margræð. Hún getur vísað til Maríu
meyjar en jafnframt forgengileika lífsins og hinsta dóms (en þá ásamt
sverði).89 111. kafla er ástandinu erlendis lýst. Þar er m. a. vísað í Passíu-
sálma Hallgríms Péturssonar (lokahending 1. erindis er sótt í 27. Passíusálm
9. vers), foma þulu þar sem þurfandi maður biður Krist að ljá sér kyrtil sinn
og loks klykkt út með vísun í lok bænarversins Vertu nú yfir og allt um kring,
þ. e. „sitji Guðs englar saman í hring/sænginni yfir minni“.90 I 16. kafla segir
frá því er Sóley leitaði fulltingis fiskimanns sem eins og aðrir daufheyrðist við
bón hennar. Aður en hún lagði úr vör bað hún sjóferðabænar þar sem hún fól
„kerúbum og seröfum" kænu sína en það eru þekktar verur úr kristinni