Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2004, Page 96

Andvari - 01.01.2004, Page 96
94 HJALTI HUGASON ANDVARI Dreymdi hann sig syngjandi dýran frelsissöng, fólkið sat og hlýddi á und himinblárri spöng - þá var ei til hjartastaða leiðin löng. Sté af rauðum kvalakrossi á græna jörð niður ungur smiður, ungur, fátækur smiður - fuglar kvökuðu á flugi sínu: friður friður. Blóði drifin vopnin bráðnuðu eins og hjóm, dýflissurnar opnuðust við lúðurhljóm og þar kom Sóley sólufegri svífandi á kóralskóm.98 Vopnin sem bráðna minna á þau orð spámannsins Jesaja (2. kap. 4. v.) að þjóðirnar muni „smíða plógjám úr sverðum sínum og sniðla úr spjótum sínum“ og upp muni renna friðaröld. Hinar opnu dýflissur minna aftur á móti á stórmerkin sem urðu við dauða Krists samkvæmt Mattesuarguðspjalli (27. kap.) og lúðurhljómurinn vísar til Opinberunarbókar Jóhannesar og hinna hinstu daga (8. kap.). Framtíðarvonina, friðinn og þjóðfrelsið byggir Jóhannes í þessum kafla á Kristi og verki hans. Hin nýja framtíð og þau stórmerki sem henni fylgja byggist þó ekki á upprisu Krists eins og játað er í kristinni trú, heldur á því að hinn mennski Kristur - ungi, fátæki smiðurinn - stígi niður af krossinum og gerist sú þjóðfrelsishetja sem ýmsir samtímamenn hans höfðu vænst. Framtíðarvon Jóhannesar úr Kötlum var því ekki bundin manninum einum, einstaklingunum eða heildinni heldur var Kristur í þeirri mennsku, pólitísku mynd sem skáldið gaf honum mikilvæg forsenda hennar. Framtíðarsýn Jóhannesar var því alls ekki eins einföld og algerlega komin undir valdi mannsins og Jóhann Hjálmarsson vildi vera láta. Sóleyjarkvœði getur þannig talist mikill trúaróður, þó ekki sé í þröngri kirkjulegri merkingu, en jafnframt gætir í því snarprar ádeilu á kirkjuna og ýmsa þá sem játa kristni með vörunum. Kemur hún glöggt fram í áttunda kafla. Þar víkur sögunni vestur til Bandaríkjanna - „guðs eigin lands“ - þar sem forsetinn leggur á ráðin með marskálki sínum um það hvernig koma megi í veg fyrir að Sóley næði að vekja riddarann og hann mætti að nýju hefja að ærumeiða Bandaríkjamenn með „ódáinssöngvum“ sínum:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.