Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2004, Side 97

Andvari - 01.01.2004, Side 97
ANDVARI KRISTUR OG FRAMTÍÐARLANDIÐ 95 Sámur Bolason í hvítu húsi þar ríkir, framliðnir honum þjóna fordæmdum lfkir, meiri trúmann ei veröldin veit - vopnin góð eiga slíkir. Kristilegur voðaskelfir kallaði á marskálk sinn: Hér með í jesú nafni, herra minn, vil ég nú eitt vandamál bera undir vísdóm þinn." Um framtíðarsýn sína í Sóleyjarkvæði og annars staðar lét Jóhannes þau orð falla (1956) að hann væri þrátt fyrir öll áföll undangenginna ára enn sann- færður um að þjóðfélagshugsjón sín yrði „með einhverjum hætti að veruleika framtíðarinnar - jafnvel þótt þar kunni að fara eitthvað svipað og um guðs- ríkið að gegnum margar þjáningar og þrengingar beri oss inn að ganga“.100 Þó afstaða Jóhannesar úr Kötlum til trúarinnar væri ekki einföld eftir sinna- skipti hans, voru honum því engan veginn dulin þau tengsl sem hér hefur verið bent á milli framtíðarsýnar hans sjálfs og kristinnar eskatólógíu.m Lokaorð Hér hefur verið fjallað um tvö trúarleg minni sem voru áberandi í kveðskap Jóhannesar úr Kötlum allt það tímabil sem fjallað er um í greininni, þ. e. kristsmyndina og framtíðarsýnina. Um hvort tveggja má segja að hann sæki það í æskumótun sína á heimili og í heimabyggð. Þótt hann gangi í gegnum gagnger sinnaskipti frá hefðbundinni „bamatrú“ til róttækrar lífsskoðunar hurfu þessi stef ekki úr ljóðum hans. Þvert á móti má segja að þau ágerist og verði bæði ágengari og blæbrigðaríkari. Eins og í kristinni trúarhefð voru þessi stef rækilega samofin í kveðskap Jóhannesar sem best kemur fram í Sóleyjarkvæði. Hjá Jóhannesi er framsetn- ing stefjanna þó ætíð veraldleg. Bæði skáldið og sá Kristur sem hann kvað um stóðu með báða fætur á jörðunni í félagslegum veruleika hvors um sig. Sjálfur leit Jóhannes úr Kötlum ugglaust á sig sem trúlausan mann að kirkjulegum skilningi lengst af skáldferils síns. Þá sjálfsmynd hans er sjálf- sagt að virða. Það kemur þó ekki í veg fyrir að líta megi á hann sem trúarlegt skáld sem lagði mikið af mörkum við að kveða hinn kristna trúararf inn í Þjóðmálaumræðu og þjóðmálabaráttu samtíðar sinnar og gera hann þannig að nokkru leyti umhverfisbundinn (kontextuellan).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.