Andvari - 01.01.2004, Side 108
106
GUNNAR KARLSSON
ANDVARI
hefði gengið til umræðu, svo að báðir hefðu slakað nokkuð til, hvor við
annan ...“31 Jón var alla tíð maður samkomulags og málamiðlana. Þess vegna
tókst honum líka að stýra þjóðarskútunni vænan spöl í átt til sjálfstæðis.
Fjárhagsmálsstefna Jóns
Þegar Guðmundur Hálfdanarson taldi að Jón Sigurðsson hefði ekki viljað ná
samkomulagi við Danastjórn um stöðu og stjóm íslands mun hugmynd hans
raunar ekki einkum vera sprottin af ummælum Jóns sjálfs árið 1865, heldur
af fjárkröfum hans á hendur stjóminni. Árið 1861 var Jón skipaður í opinbera
fjárhagsnefnd, ásamt Oddgeir Stephensen stjórnardeildarforseta og þremur
Dönum, sem átti að leggja á ráð um fjárhagslegan aðskilnað Danmerkur og
íslands. Kröfum Jóns í nefndinni lýsir Guðmundur á einum stað svona:
Að hans mati átti ekki að leggja slæmt ástand íslands til grundvallar framlaginu,
heldur væri nauðsynlegt að gera nákvæman reikning yfir það sem Danir skulduðu
íslendingum eftir margra alda óstjóm - enda væri hún helsta orsök slæms ástands
landsins. Jón settist því einfaldlega niður og reiknaði út þær tekjur sem hann taldi að
norskir og danskir konungar hefðu haft af landinu umfram útgjöld í þær sex aldir sem
liðnar vom frá samþykkt Gamla sáttmála og var niðurstaða hans sú að Danir stæðu í
svimandi hárri skuld við hjálenduna í norðri.32
Hér þarf að rekja nokkurn aðdraganda. Þegar biskupsstólamir í Skálholti og
á Hólum vom lagðir niður, undir og um lok 18. aldar, voru jarðeignir þeirra
seldar og andvirðið lagt í ríkissjóð Dana. í staðinn tók ríkissjóður að sér að
kosta það sem þótti nauðsynlegt að halda áfram af þeirri starfsemi sem hafði
farið fram á biskupsstólunum, einkum að launa biskup og halda uppi latínu-
skóla á íslandi.33 Þegar menn stóðu frammi fyrir því, aðeins rúmlega hálfri
öld síðar, að aðskilja fjárhag Danmerkur og íslands, þá kom óhjákvæmilega
á dagskrá krafa um að ríkissjóður bætti íslendingum það á einhvem hátt að
hann hafði innlimað fjárhagsgrundvöll biskupsembættis og skóla. Sú
hugmynd að skólinn ætti að réttu lagi jarðeignir stólanna kemur glöggt fram
í álitsskjali sem Steingrímur Jónsson biskup skrifaði um fjárhag skólans
1833 og Páll Eggert Ólason endursagði svona:
Sýnir byskup með rökum, að skólinn myndi hafa átt eignir, sem svöruðu til höfuð-
stóls að fjárhæð 385445 rd. 30 sk., ef ekki hefði átt sér stað óstjórn og bruðl á eign-
unum og í sölu þeirra. Sýnir byskup enn fremur, að andvirði eignanna, sem skólinn
eigi í ríkissjóði, sé rúmlega 150000 rd.14