Andvari - 01.01.2004, Qupperneq 112
110
GUNNAR KARLSSON
ANDVARI
upphæð á hverju ári. Margt hefur getað orðið til þess að þessar tvær aðferðir
leiddu til ólíkrar niðurstöðu. Landskuld var að jafnaði hærri en 4%, auk þess
sem Jón reiknar kúgildaleigur með. Þróun verðlags og gjaldmiðla hafði verið
flókin í Danaveldi og vafalaust auðvelt að komast að ólíkum niðurstöðum ef
einn vildi fá út háa upphæð en annar lága. Sjálfsagt má deila um réttmæti
þeirrar aðferðar sem Jón notaði, en það skiptir ekki máli hér því aðeins var
ætlunin að sýna fram á að krafa hans var um endurgjald fyrir eignir og hlut-
deild í verslunarágóða. Hann heimtaði ekki skilding fyrir óstjóm eða kúgun.
Auðvitað er ekki útilokað að Jón hafi meðvitað gert of háar fjárkröfur á
hendur Danastjóm þótt hann gerði þær ekki í krafti óstjómar og kúgunar. Þær
hafa augljóslega verið hærri en svo að von væri um að þeim fengist fram-
gengt. Samt orka þær hóti raunsærri en ella ef við skoðum þær í samhengi
við sölu stólsjarðanna og hugmyndina um að þar með væri ríkissjóður Dana
ábyrgur fyrir rekstri lærða skólans. Mér virðist einsýnt að Jón hafi búið sig
út með svo háar kröfur til að hafa nógu mikið að slá af í komandi málamiðl-
un. Það sagði Jón líka iðulega í einkabréfum, eins og Páll Eggert Olason
rekur í sögu hans4? og kemur skýrast fram í bréfi til Jóns Sigurðssonar á
Gautlöndum 1866. Þar segir forsetinn að „við eigum að ... jagast og krefja og
hleypa upp tillögum Dana meir og meir þartil ástandskrafan er orðin svo há
sem okkur sýnist viðunandi. Þá sláum við til.“46 Það fór líka svo að á Alþingi
1867 stóð Jón Sigurðsson að tillögu um 40% afslátt af tillögum sínum í fjár-
hagsnefndinni. Þá fór þingið fram á 60.000 rd. árlegt framlag en gerði kröfu
um þá upphæð þó ekki einu sinni að skilyrði fyrir því að fallast á stjómskip-
unarfrumvarp stjómarinnar.47
A blómatíma þjóðemishyggju á Islandi mun það hafa þótt Jóni Sigurðs-
syni til lofs og frægðar að hafa krafist bóta af Dönum „fyrir óstjóm þeirra og
kúgun fyr á öldum“, eins og Jónas Jónsson frá Hriflu komst að orði í bama-
námsbók sinni 1916.4S Eg hef ekki kannað svo að tæmandi sé hvenær byrjað
var að túlka fjárhagskröfu Jóns á þennan hátt, en svo mikið er víst að hún er
ekki í námsbók Jóns J. Aðils, sem kom fyrst út ári fyrr en bók Jónasar. Jón
segir aðeins: „Jón Sigurðsson átti sæti í nefndinni, og hélt hann því fram, að
Island ætti að fá undir 240 þúsund kr. árlega úr ríkissjóði, en vildi hins vegar,
að Island greiddi tiltölulega sinn hluta af konungsmötunni og kostnaðinum
við sameiginlegu málin.“49 Síðan, eftir að víma þjóðernishyggjunnar tók að
renna af Islendingum, fær krafa Jóns svip af fáránlegri ofdirfsku þegar hún
er skilin eins og Jónas frá Hriflu gerði. í þessu atriði hefur Guðmundur Hálf-
danarson gengið einu skrefi of skammt að endurskoða þjóðemislegu sögu-
túlkunina. Guðjón Friðriksson birtir hins vegar raunsærri túlkun á stefnu Jóns
í fjárhagsmálinu, þó án þess að ganga berlega gegn hinum skilningnum.50 Að
öðru leyti virðist Guðjón þó undir áhrifum Guðmundar Hálfdanarsonar um
þessi efni, eins og kemur að síðar í greininni.