Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2004, Side 114

Andvari - 01.01.2004, Side 114
112 GUNNAR KARLSSON ANDVARI En þetta eru upphafsorð Guðjóns: Karlmenn í Amarfirði láta sér fátt fyrir brjósti brenna. Fjörðurinn er einn af þeim stærstu og dýpstu á landinu, galopinn fyrir úfnum útsæ og girtur þverhöggnum hamramúlum. Hér er fátt sem minnir á mildi og blíðu. Til að lifa af þurfa menn að sækja lífsbjörgina á dálitlum fleytum frá ystu nesjum, Svalvogum, Kópavík og Verdölum, og sjórinn, stórlega varasamur og dyntóttur, hefur dregið þá marga niður í djúpin.54 Að því leyti er aðferð þeirra Páls Eggerts og Guðjóns þó svipuð að þeir eru báðir tryggir við tímaröðina og skrifa sögu fremur en greiningu. Guðjón gengur jafnvel enn lengra í þessu. Hjá Páli Eggert höfðu kaflar þó ákveðin heiti og fjölluðu hver um sig að mestu um eitthvað sérstakt, stjómmál, fræða- störf eða heimilishagi. Hjá Guðjóni eru kaflar aðeins tölusettir og geta því rúmað hvað sem er á sínum tíma. Svo dæmi sé tekið af kaflanum þar sem segir frá fjárhagsnefndinni og tillögum hennar, 15. kafla í síðara bindinu, þá er raunar sagt frá skipun nefndarinnar í lok næsta kafla á undan. 15. kafli hefst síðan á hálfri blaðsíðu um starf nefndarinnar. Þá kemur blaðsíða um flutning Ámasafns í bókasafnshúsið við Fjólustræti haustið 1861. Síðan er álit fjárhagsnefndarinnar rakið í tæplega þriggja blaðsíðna löngum texta. Næstu blaðsíður fara í tilveru Hafnar-íslendinga frá rigningasömu sumri 1862 og fram á vetur. Næst segir frá áformum nokkurra þeirra um að gefa út nýtt tímarit, efni sem kemur Jóni Sigurðssyni að því leyti við að það hefði keppt við Ný félagsrit ef eitthvað hefði orðið úr. Síðan er sagt frá greinaskrif- um Jóns í norska blaðið Christiania Intelligentssedler 1862-63. Þá segir frá bréfaskiptum Jóns við Konrad Maurer um sama leyti. Kaflinn endar svo á því að Jón tilkynnir stiftamtmanni að hann ætli ekki að sækja Alþingi árið 1863.55 Hér er nánast farin annálsleið í gegnum söguna, þótt litríkur frásagn- arhátturinn minni ekki á annál. Þetta annálsform er styrkt með því að ártöl þess árs sem er frásagnarefni hverju sinni er sett sem hlaupatitill á hverja hægriblaðsíðu. Það er snjöll og einföld leið til að leiðbeina fólki að átta sig á tímaframvindu og bætir verulega upp innihaldsleysi kaflafyrirsagnanna. Sagnfrœði Annálar miðla söguefni á sama hátt og raunveruleikinn gerir. Form þeirra getur því gefið sögu sterkan raunveruleikablæ. En sagnfræði leitast við að komast undir blæ raunveruleikans, að greina hann fremur en skynja, og þess vegna er annálsform ekki heppilegt til að miðla fræðilegri sagnfræði. Efnisat- riði fara gjaman á dreif vegna þess að þau eiga sér stað á ólíkum tímum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.