Andvari - 01.01.2004, Page 125
GUÐRÚN BJÖRK GUÐSTEINSDÓTTIR
Stephan G. og módemisminn
s
I tilefni nýrrar œvisögu
I. Samræður nútíma og hefðar
I sinni og skáldskap Stephans G. Stephanssonar spunnust saman með árun-
um margir þræðir úr ólíkum áttum, sem Viðar Hreinsson rekur listilega í
Weggja binda ævisögu skáldsins, Landnemanum mikla (2002) og Andvöku-
skáldi (2003). Þar með leggur hann traustan grunn að frekari rannsóknum á
framlagi Stephans til íslensks skáldskapar. Ljóst er af heimildaskrá bókanna
að með því að fella ævidrög Stephans í samhangandi frásögn hefur Viðar
leyst þrekvirki af hendi, því eins og raunin er með flest sem varðar sögu
íslenskra vesturfara er vandinn iðulega ekki sá að skorti heimildir, á prenti og
í handriti, en þær eru svo dreifðar og brotakenndar að seinlegt og örðugt er
að safna þeim og raða saman í heildstæða mynd. Stephan jók reyndar sjálfur
enn á erfiði þeirra sem vilja athuga þroskaferil hans sem skálds með þeirri
sérvisku sinni að kjósa fremur að raða kvæðum sínum í efnisflokka en í tíma-
röð í heildarútgáfu á Andvökum.
Viðar gerir þó betur en að henda einvörðungu reiður á samspilinu milli lífs
og skáldskapar Stephans, því hann dregur jafnframt upp mynd af þeim þjóð-
félags- og menningarsögulegu aðstæðum sem mótuðu hann, hér á Islandi og
vestanhafs, og bætir því verulega við heildarsýnina. Þetta er mikilvægt
sökum þess að iðulega hefur vantað upp á að verk Stephans væru skoðuð í
sögulegu samhengi við dvöl hans í Bandaríkjunum og Kanada blómann af
ævinni. Enda er lesendum fátt til stuðnings í íslenskum yfirlitsbókum um
bókmenntastrauma og -stefnur. Ætla mætti að engar hafi verið í Vesturheimi,
eða að þaðan hafi íslenskar bókmenntir ekkert þegið.
Einna ríkasta áherslu leggur Viðar Hreinsson á það hvemig úrvinnsla Steph-
ans á hugmynd Ralphs Waldos Emersons um að vinnan sé helstu laun verka-
mannsins hér á jörð komi með tímanum í stað þess merkingarlega gildis sem
trúin hafði áður; Stephan dragi upp þá sýn að tilgangurinn með lífinu sé að
leggja með einhverjum hætti hönd á plóginn og með því að skila sínu dags-
verki hafi einstaklingurinn lagt sitt af mörkum til framtíðar sinnar þjóðar, og