Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2004, Page 130

Andvari - 01.01.2004, Page 130
128 GUÐRÚN BJÖRK GUÐSTEINSDÓTTIR ANDVARI að draga samlíkingu við þjóðskáld Bandaríkjanna með tilhögun á heildarút- gáfu kvæða sinna, en um leið gefa til kynna úr hvaða átt hann yrkir. Hliðstætt við Leaves ofGrass fjölgaði kvæðum og andvökunóttum Steph- ans með árunum. Táknmerking heitis heildarsafnsins, Andvökur, vísar til myndmálsins í „Kveld“ (1899), sem kynnir hugmyndafræðilega stefnuskrá skáldsins og Stephan sem talsmann þeirra sem eru undirokaðir og hrjáðir. I „Kveldi“ lýsir hann því hvemig „lífsönnin“ „styggði upp léttfleygu ljóðin [hans] öll“ og „vængbraut“ háfleygar hugsanir - hvernig „andvakan ferleg og föl“ styggði drauma hans um heim jafnræðis og réttlætis, því „útburðir mannlífsins ýlfra þá hátt - / það atgervi, er hirðulaust dó“ (I: 210). I kvæðis- lok yfirlýsir Stephan trú sinni á að „það lifi, sem bezt var í sálu mín sjálfs“, að sér látnum, og að hugsjónir sínar muni finna sér nýja túlkendur í framtíð- inni (I: 210). Lokalínur „Kvelds“ kallast því á við „Bragamál“ (1891), upp- hafskvæði sama bindis, þar sem segir að ljóð og nýliðun ljóðskálda sé öllum þjóðum nauðsyn, því ,,[s]porlaust hverfur þú og þjóð þín, / skilirðu ei fram skáldi að gjöf‘. En kvæðið er jafnframt bragfræðileg stefnuskrá: Láttu í háttum meðan mátt magnið hreyfa þinna ljóða hvem þinn dýrgrip, allt sem átt, auð þinn snauðum heimi bjóða - fel ei lýsigullið góða, ljósið þitt um lífsins nátt! Stephan heitir trúfestu við ljóð bundin í hætti og knýr á um nauðsyn þess. Andvökur og bréf Stephans bera vitni um það hversu ljúft og oftast létt honum var að binda mál sitt, enda tilheyrði hann þeirri kynslóð íslendinga sem ólst upp við bundið mál sem ríkan þátt í daglegu tali, hvort heldur var með því að flytja eigin kveðskap eða annarra, í erli dagsins, jafnt sem á hátíða- stundum. Kvæði Stephans eru einatt á eðlilegu talmáli, sem hripar niður í ljóðstafi og rím með þeim hætti að lesandinn verður að ákveða hvort hann les með áherslur á línuskiptingu og rím eða les eftir greinamerkjum, sem slævir hljóðklifunina en dregur fram eðlilega talmálshrynjandi. Til að sýna muninn línuskipti ég eftir greinamerkjum vísunni um „Landauðna-land“, í ofan- greindu bréfi til Jóhanns M. Bjarnasonar: Sviðið allt er sandroks-ský. Sjón mín er ei skýrri en það, að missa áttir í eyðimörku nýrri. í vísum sem þessari var Stephan fyllilega í takt við kall samtímans um að skáld skyldu leitast við að láta formið ekki yfirbuga eðlilega talmálshrynj- andi. X
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.