Andvari - 01.01.2004, Page 145
ANDVARI
ÞEGAR FARFUGLAR FLJÚGA AÐEINS Á VÆNGJUM ÚTÞRÁRINNAR
143
missa tengslin við landslagið sem það ferðaðist um.7 Annað stef sem finnst
víðar í greinunum er það að kynni af landinu séu mikilvæg. Það er talað um
að æskan þurfi að læra að þekkja landið sitt. Með því eru ferðalög sérstak-
lega tengd þjóðerni og sjálfsþekkingu ef ekki sjálfsvitund þjóðarinnar. Ferða-
lögum sem farfuglahreyfingin átti að standa fyrir var oftast lýst á þennan
hátt: „Ferðir félaganna eru hópferðir 5-20 manna, sem ganga með söng og
hljóðfæraslætti um landið, sem leita fyllstu kynningar við náttúru landsins,
sem ekki fæst með farartækjum vélmenningar nútímans.“8 Þessi mynd er afar
rómantísk en hún höfðaði til flestra greinahöfunda og kemur því fram í máli
þeirra.
Sameiginlegt er einnig öllum blaðagreinunum að höfundar þeirra hvetja
æskufólk eindregið til að taka þátt í farfuglahreyfingunni. Það kemur í fyrstu
á óvart að samstaðan í þessu getur verið svo sterk á milli dagblaðanna sem
voru öll málgögn pólitískra flokka á þessum tíma.9 En öllum blöðum var
mikið kappsmál að undirstrika að farfuglafélagið væri óháð félag og héldi sig
með öllu fjarri pólitík. Enginn greinarhöfundur vildi tjá sig á neikvæðan hátt
um þessa nýja hreyfingu. Allir sáu eitthvað í henni sem þeim hentaði en það
þýddi alls ekki að allir sæju það sama. Farfuglahreyfingin bauð greinilega
upp á það frá upphafi að fólk sæi það í henni sem því sýndist best.
Skólaœskan hópast í farfuglafélög
Á ótrúlega stuttum tíma tókst frumkvöðlunum að fá marga æskumenn til liðs
við sig. Bergur Vigfússon, Hilmar Kristjónsson og Þór Guðjónsson fóru í
skóla, fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðinu, til að kynna ætlun sína fyrir
ungmennunum. í kjölfarið voru stofnaðar margar farfugladeildir. Fyrsti fund-
urinn átti sér stað í Menntaskólanum í Reykjavík þann 10. febrúar 1939, en
á næstu dögum voru haldnir fundir í báðum gagnfræðaskólum borgarinnar, í
Kvennaskólanum, Kennaraskólanum, Iðnskólanum, í báðum stúdentafélög-
um Háskólans og í íþróttafélagi Háskólans. Einnig var haldinn opinber fund-
ur í Oddfellowhúsinu sem var ætlaður æskumönnum sem ekki voru í skólum
borgarinnar. Auk þess voru sennilega haldnir fundir í Flensborgarskóla í
Hafnarfirði og í íþróttaskólunum í Haukadal og á Laugarvatni. Áhugi á nýja
félagsskapnum var gríðarlegur. Að fundahaldi loknu var í flestum tilfellum
stofnuð farfugladeild og oftast voru þessar deildir mjög fjölmennar.10 Talað
var um að alls hefðu 1.500 manns skráð sig í farfuglafélögin á einungis
tveimur vikum.11 Og það má ekki gleyma að ekki fleiri en 38.000 manns
bjuggu í Reykjavík á þeim tíma.12
Fyrst og fremst var það skólaæska borgarinnar sem flykktist í farfuglafé-
lögin og þá helst úr skólum með menntaskólasniði; í öðru lagi voru það