Andvari - 01.01.2004, Qupperneq 149
ANDVARI
ÞEGAR FARFUGLAR FLJÚGA AÐEINS Á VÆNGJUM ÚTÞRÁRINNAR
147
aði sú hætta að falla í gleymsku. Þess vegna tóku „rómantíkerar“ til við að
safna þeim. Bergur fléttar ævintýrin saman við náttúrufyrirbæri sem einnig
tákna einhvers konar fortíð, þá „rökkurró" sem hann talar um er ekki hægt að
finna annars staðar en í huldum heimi sem er fallinn í gleymsku eða hefur
verið varðveittur í vemduðu umhverfi. Og í fullu samræmi við það eru skóg-
amir þá „risavaxnir“ og fjöllin „í blámóðu" - enda gerir fjarlægðin fjöllin
blá, hvort það er nú í tíma eða rúmi. Fortíð, náttúra og ævintýri eru þau stef
sem greinarhöfundur notar í þessum kafla og öll gegna þau mikilvægu hlut-
verki í rómantísku stefnunni.
Ævintýri og íslensk náttúra
Hingað til hefur Bergur fjallað um tilurð farfuglahreyfingarinnar í Þýska-
landi. Hvemig tekst honum nú að færa hana heim til fslands? Ef upphaf
hreyfingarinnar snýst um ævintýraheim sem er á einhvern hátt annað heima-
land æskunnar þá þarf nú að sýna fram á að slíkt ævintýraland sé einnig til á
íslandi. Röksemdafærslan hefst á þessum orðum: „Landið þitt og mitt - land
íslendingsins er líka heimkynni undarlegra æfintýra, heillandi töfrahalla,
seiðfagurra og lokkandi drauma.“29 En íslensk náttúra er óneitanlega
frábrugðin þeirri þýsku, sagan er önnur og ævintýrin eru einnig öðruvísi.
Þessi vandræði leysir Bergur með því að útskýra að á tímum hallæra og nátt-
úruhamfara hafi ævintýrin á íslandi fengið á sig mjög dökkt yfirbragð. íbúar
ævintýralandsins, eins og hann kallar persónumar í ævintýrum, urðu að
kynlegum óvættum og öræfin og aðrar óbyggðir landsins að heimkynnum
þeirra. Á íslandi er ekki hægt að hverfa til hinna „risavöxnu skóga“. Hér eru
öræfin og óbyggðirnar full af ógnum og eyðileggingu. íslendingar búa á
landi þar sem náttúran er ekki blíð og fögur: „Þar heyja stríð eldur og ís,
óhemjuleg jökulvötn, og landið, sem berst fyrir tilveru sinni, þar sem jafnvel
einstök strá heyja vonleysislega baráttu við mögn dauðans úti á endalausum
auðnunum."30 Náttúra þar sem lífið berst við dauða og eyðileggingu er alls
ekki sá staður sem menn leita til í þeim tilgangi að hvíla sig eða finna
einhvers konar hugsjón. Hún er ógnandi og hættuleg. Hún hefur skaðað þjóð-
ina í aldanna rás. Hvemig getur höfundurinn þá mælt með því að fólk ferð-
ist um þetta land? Svarið er einfalt. Hann fullyrðir að þetta land eigi sér
einnig aðra hlið og hann vitnar í línur þjóðþekkts skálds til að lýsa henni: „En
þess í milli er landið fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar, himininn
heiður og blár og hafið skínandi bjart.“ 31 Þessari sjón, segir Bergur, hefur
öræfaferðalangurinn ótal sinnum staðið frammi fyrir í þögulli aðdáun. Án
þess að geta þess vitnar höfundurinn hér í kvæðið „ísland“ eftir Jónas Hall-
grímsson.