Andvari - 01.01.1929, Síða 9
Andvari
Hallgrímur Krisfinsson
5
Kona Magnúsar í Stóradal, en móðir Bjarnar á Laxa-
mýri, var Þuríður, dóttir Sigurðar prests á Grenjaðar-
stöðum, Jónssonar byskups, Arasonar.
Bróðir Sigurðar bónda á Birningsstöðum, langafa
Hallgríms, var Jóakim bóndi á Mýlaugsstöðum í Reykja-
dal, faðir þeirra bræðra þriggja: Hálfdánar bónda á
Grímsstöðum við Mývatn, Jóns bónda að Þverá í Laxár-
dal og Jóakims, föður Páls í Árbót. — Sonur Hálfdánar
á Grímsstöðum var Jakob kaupstjóri á Jaðri í Húsavík,
sá er íyrstur manna stofnaði og veitti forstöðu kaup-
félagi hér á landi. — Sonur Jóns að Þverá er Benedikt
bókavörður, frá Auðnum, nú í Húsavík í Þingeyjarsýslu.
Móðir Hallgríms Kristinssonar, Salóme Hólmfríður,
er ættuð úr Svarfaðardal, dóttir Páls bónda á Hánefs-
stöðum, Jónssonar bónda á Hamri, Þorsteinssonar bónda
á Hamri, Jónssonar prests á Völlum, Halldórssonar lög-
sagnara, Þorbergssonar sýslumanns í Þingeyjarsýslu,
Hrólfssonar sterka, Bjarnasonar á Álfgeirsvöllum. Bjarni
faðir Hrólfs sterka, var sonur Skúla sýslumanns í Húna-
vatnssýslu, Guðmundssonar prests að Melstað, Skúla-
sonar, Loptssonar ríka, Guttormssonar.
Hallgrímur Kristinsson fluttist þriggja ára gamall með
foreldrum sínum frá Öxnafellskoti að Syðra-Dalsgerði í
Saurbæjarhreppi, og fæddist þar upp um tíu ára skeið.
Vorið 1890 fluttust þau hjón búferlum að Miklagarði í
sama hreppi. Þar dvaldist Hallgrímur þrjú ár, en réðst,
vorið 1893, í vinnumennsku að Hvassafelli, til Jóns
bónda Davíðssonar, þá nær 17 ára gamall. í Hvassa-
felli var hann vinnumaður um þriggja ára skeið, og þó
að einhverjum hluta vinnumaður hjá Árna bónda og
kennara Hólm í Saurbæ, er um langt skeið var kennari
unglinga og barna í Saurbæjarhreppi. Hlaut Hallgrímur
hjá honum fyrstu verulega tilsögn.