Andvari - 01.01.1929, Síða 34
30
Þjóðbandalagið og fslánd
Andvari
Eins og málið lá fyrir samkv. framanrifuðu, komst
það aldrei svo langt, að rannsakað væri:
1. Hvort íslandi er heimil innganga í þjóðbandalagið, og
2. ef það yrði meðlimur þess, hvort hið yfirlýsta ævar-
andi hlutleysi landsins yrði þá að þoka og því, ef
til vill, gert skylt að taka á sig hernaðarskyldur í
einhverri mynd.
Hvort þessara atriða um sig skulu nú athuguð hér
lítið eitt.
Samkvæmt 1. gr. 2. mgr. sáttmálans, getur hvert
sjálfstjórnar-ríki eða -nýlenda orðið meðlimur banda-
lagsins, ef það getur gefið tryggingu fyrir, að það hafi
einlægan vilja á því að halda milliríkjaskuldbindingar og
hlýða þeim ákvæðum, sem bandalagið kann að setja
um vígbúnað þess, sjó-, land- og lopther. { framkvæmd
er þess enn fremur krafizt, að ríkið eða þjóðin hafi lög-
bundið stjórnarfar og ákveðin landamæri. Þjóðir eins og
t. d. Georgia og Armenia beiddust upptöku í banda-
lagið 1920, en var synjað, aðallega af síðastnefndum
ástæðum. Enn fremur verða að liggja fyrir upplýsingar
um mannfjölda og stærð, þegar þjóð beiðist inntöku,
en íbúafjöldi er þó ekkert meginskilyrði.
Þegar stórþjóðamenn ræða um þjóðréttarsföðu vora,
verður þeim fyrst fyrir, að órannsökuðu máli, eins og
van Hamel, að líta til kotríkjanna Monaco, S. Marino
og Lichtenstein, sem öll hafa beiðst inntöku, en verið
synjað, og setja oss á bekk með þeim. Um beiðni Lich-
tenstein fóru fram nokkurar umræður og um stöðu kot-
ríkjanna yfir höfuð. Einn af höfuðræðumönnunum, Robert
Cecil, lét það uppi, að það væri ekki rétt að útiloka
þau frá samvinnu við sína stóru félaga, og það kom til
orða, hvort ekki væri unnt að finna einhverja miðlunar-
leið, og það jafnvel þó að það kostaði breytingu á sátt-