Andvari - 01.01.1929, Blaðsíða 40
36
Þjóðbandalagið og ísland
Andvari
stað, og slíkt hlutleysi hefir ekki einu sinni Sviss, og
enn fremur er her eða flota, sem starfar af hálfu banda-
lagsins eða í þágu þess, heimilt að nota land og land-
helgi til nauðsynlegra athafna. Hins vegar er engin
skylda lögð á þjóðina um að hafa her eða herbúnað í
nokkurri mynd, og yrði staða vor því í framkvæmd öld-
ungis óbreytt.
Nú mælir 71. gr. stjórnarskrárinnar svo fyrir, að sér-
hver vopnfær maður sé skyldur til að taka þátt í vörn
landsins. Oss dreymir nú engan um það, að vér getum
nokkurn tíma varið land vort með vopnum gegn árás
annars ríkis eða haldið uppi hlutleysi voru á eigin-
rammleik, en með inngöngu í bandalagið fengjum vér
þá beztu tryggingu, sem orðið getur, fyrir vörn lands
vors gegn óréttmætri árás, þar sem vér yrðum aðnjót-
andi samábyrgðar bandalagsþjóðanna til þess að halda
uppi vörnum fyrir oss. Slíka vörn munum vér verða að
kaupa fullu verði af hverri einstakri þjóð, sem gæfi oss
kost á því, ef vér stöndum utan bandalagsins, og ef til vill
með sjálfsiæði voru. Vörn, sem bandalagið veitti, þyrft-
um vér aldrei að kaupa of dýru verði. Innganga vor í
þjóðbandalagið hefði því ekki í för með sér neina raun-
gæfa hlutleysisskerðing, heldur fengi hún oss aukna
trygging sjálfstæðis vors.
En það hefir kostnað í för með sér að vera meðlimur
bandalagsins. Öll útgjöld þess eru í fjárhagsáætlun árs-
ins 1929 talin um 27. milj. sv. franka. Þessi upphæð
deilt með 1000, sem er sem næst samtala allra eininga
þeirra, sem jafnað er niður á meðlimina, verður 27000
sv. franka eða upphæð einnar einingar. Oss mundi gert
að greiða eina einingu, því að það er hið lægsta tillag
eins lands, samkv. gildandi niðurjöfnunarreglum. Hið
fasta tillag vort yrði því um eða undir 25000 vorra kr.;