Andvari - 01.01.1929, Blaðsíða 38
34
Þjóðbandalagið og ísland
Andvarí
knúð til að eiga hlut í hernaðarframkvæmdum, sem með-
limir bandalagsins Yrðu sameiginlega skyldaðir til, og
undanþegin því að verja land sitt með vopnum gegn árás
utan frá. Til stuðnings þessum atriðum benti hún á, hve
sáralitlum herafla hún hefði á að skipa. Hins vegar fór
hún ekki fram á fullkomna afvopnun, en óskaði, að sér
leyfðist að hafa lögregluflokk, með eigi fleiri en 3000
mönnum, sem að eins skyldi halda uppi reglu heima fyrir.
Þegar Luxemburg hafði skorið hlutleysisbeiðni sinni
svo þröngan stakk, þá litu nefndarmenn svo á, að leið
væri til að samrýma þetta hlutleysi ákvæðum sáttmál-
ans, að mestu leyti, og ákvað þá Luxemburg, að hverfa
alveg frá beiðni sinni um hlutleysi og afturkallaði hana.
í bréfi þessu, sem dags. er 28. nóv. 1920, vísar stjórn
Luxemburg til umræðna þeirra, er farið höfðu fram
milli fulltrúa hennar og nefndarinnar, og getur þess, að
beiðnin um hlutleysi hefði verið byggð á því, hve mikl-
um erfiðleikum það væri bundið fyrir hið litla ríki, að
búa út og halda uppi her í sönnum skilningi þess orðs
og leggja til herlið, þegar krafizt væri, en eftir þeim
skilningi, sem nefndin hefði látið uppi á ákvæðum sátt-
málans, teldist þetta engin nauðsyn og hyrfi stjórnin því
frá hlutleysisbeiðninni.
í umræðum á bandalagsþinginu um málið var það
tekið fram, að undanþágan fyrir Sviss hefði við allt
önnur rök að styðjast, enda væri og hlutleysi Sviss
vopnað, en hlutleysi Luxemburg óvopnað. En samkvæmt
16. gr. sáttmálans væri það óhjákvæmilegt, að banda-
lagsþjóð yrði að leyfa her, sem færi í nafni bandalags-
ins, frjálsa ferð um land sitt, en það væri ósamrýman-
legt við hlutleysi.
Með því að í stjórnlögum Luxemburg voru ákvæði
um hlutleysisstöðu þess, þá lýsti stjórnin því enn fremur