Andvari - 01.01.1929, Page 88
84
Fiskirannsóknir
Andvari
nemur hér, en sum af stærstu (18,5 cm) sílunum sem
eg hefi athugað, hafa verið hængar.1)
Eg hefi hér að framan sagt frá byrjunar-rannsóknum
á aldri og vexti sandsílisins; og þó að þær séu ekki
víðtækar, þá hafa þær þó leitt í ljós tvö merkileg atriði
í lífsháttum þess, annað það, að það er all-skammlíft,
hitt, að það er bráðþroska, og er hvorttveggja merkilegt
og mikilsvarðandi atriði, þegar um jafn-nytsaman fisk er
uð ræða. Ætla mætti, að fiskur, sem verður fyrir ann-
ari eins feikna tortímingu (af hálfu fiska, fugla og smokk-
fisks) liði fljótt undir lok, eins skammlífur og hann er;
en móti því vegur mikil viðkoma úr botnlægum eggjum
og hinn bráði þroski, þar sem fiskurinn fer að auka
kyn sitt veíurgamall og getur líklega gert það tvisvar —
þrisvar á æfinni, ef hann hefir ekki lent áður í einhverju
fiskgininu. I þessu svipar honum til hinna »ætisfiskanna«
miklu: loðnu og spærlir.gs.
Eins og kunnugt er, er önnur sílistegund hér við
land, miklu stórvaxnari, sem nefnist tíðast trönusíli
(Ammod. tobianus). Hún verður 34 cm löng. Um aldur
og vöxt þessarar sílistegundar hér hafa menn ekki vitað
neitt hingað til. — 2. júlí 1926 fengust allmörg trönu-
síli í álavörpu, saman með hinu, hjá Tungu við Patreks-
fjörð. Þau voru 20—25, flest 21—23 cm löng, og við
rannsókn á kvörnum úr 33 af þeim, kom það greinilega
í ljós, að þau voru öll þrevetur og að eins þrjú
kynsþroskuð. Af 36 voru 13 hængar, 21 hrygna, 2 óá-
kvarðanleg. Magar 16 voru tómir, en í 9 var eitt sand-
1) Mest hefi eg séð í einu af stóru, 17—18 cm (3—4 vetra?)
sandsíli úr þorski veiddum á Leirukletti í Garðsjó 22. júlí 1906
(bv. „Coot").