Andvari - 01.01.1929, Page 105
Andvari
E>ættir úr menningarsögu
Vestmannaeyja.
Eftir Sigfús M. Johnsen.
VII. Sjómennska, (jörunytjar 09 fleira.
Það, sem hér fer á eftir og flest lýtur að útveginum
og sjómennskunni í Vestmannaeyjum, má nú heita flest
með öllu horfið úr sögunni síðan laust eftir aldamótin,
eða síðan vélbátaútvegurinn ruddi sér til rúms og hætt
var að mestu að róa á opnum bátum. Fyrsti vélbáturinn
kom til eyja árið 1904, hét Eros og var kallaður Rosi;
nú munu þeir vera um 100 og sumir mjög stórir með
nýtízku-útbúnaði, útvarps- og loptskeytatækjum. Lóðir
var ekki farið að nota fyrr en kringum aldamótin og
þorskanet eigi fyrr en 1916—17. Eros mun hafa verið
fyrsti vélbáturinn sunnanlands.
Hróf, -s, setja í hrófin, koma skipunum, sem áttu aö
ganga á vertíðinni, fyrir í naustunum, þar sem þau svo
stóðu hlunnaskorðuð hlið við hlið, en eftir vertíðarlokin
voru skipin oft flutt annað til þess að ditta að þeim,
bika þau og þessleiðis, og ef mikillar aðgerðar þurfti,
sett upp undir svo kallaða Skiphellra; þar slútti bergið
svo, að hægt var að vinna að þeim, hverju sem viðraði,
en langur og erfiður var setningur þangað. Undir Skip-
hellrum voru og smíðuð flest þau skip, sem í Vest-
mannaeyjum voru smíðuð. En skömmu áður en vertíðin
byrjaði, voru skipin sett í hrófin og slógu 2 til 3 skips-