Andvari - 01.01.1929, Qupperneq 76
72
Fiskirannsóknir
Aadvari
reyndist þar með að vera rétt. Þetta sýnir, að óðins-
hænsnin eru einmitt að tína krabbaflær, þegar
þau eru að gerja kringum síldartorfurnar, og er
óbein sönnun þess, að síldin sé líka að elta rauðátuna,
þegar hún er í uppivöðum. Af þessu leiðir, að gera má
ráð fyrir, að þar sem óðinshænsn eru að tína á stldar-
miðunum, að þar sé rauðáta í yfirborðinu og þar með
síldarvon. Þetta er gott fyrir síldveiðendur að hafa hug-
fast.1)
Sé það nú svo, að síldin komi upp að yfirborðinu til
þess að ná í rauðátuna, þá er eftir að vita, hvort síldin
rekur hana þangað (3: átan flýi undan síldinni) eða
hvort hún eltir hana, af því að átan sæki þangað. Um
það skal ekkert sagt hér.
Eg hafði nákvæmar gætur á hvölum, smáum og
stórum, þar sem við fórum, og hefi eg hér að framan
getið um 20 háhyrnur, ungar og gamlar, sem voru
kringum síldartorfur NV af Skaga, 4—5 hrefnur innan
um síld við Drangey og einn reyðarhval af stærra tæg-
inu sunnan við Langanes. Auk þess sá eg 1 hrefnu
stóra N af Málmey 10. ág., 3 hnísur fyrir utan Blöndu-
ós 11. ág., 1 hnísu V af Rauðanúp 14. ág. og 1 hrefnu
á Lónafirði 15. ág. 16. ág. mættum við háhyrnuhóp
(óvíst, hve mörgum) skammt frá síldartorfu í uppivöðu
N af Straumnesi við Skagafjörð og nokkuru vestar 2
gömlum og nokkurum ungum, sem auðsjáanlega voru
að elta síld, austur og inn á Fljótavík. 1 hnísa var hjá
1) Auk óðinshænsnanna er það aðallega svarlbakur og rita,
sem eru í kringum síldartorfurnar. Er það svartbakurinn einn, sem
getur tekið síld í heilu líki, þótt eg hafi aldrei séð hann gera það.
Situr hann oft á sjónum, og er ekki ólíklegt, að þar sé síld undir.