Andvari - 01.01.1929, Blaðsíða 79
Aftctairi
Fiskirannaóknir
75
Sildin, sem fekkst á Húnaflóa, var sérlega stór, 40 cm
og jafnvel stærri, en úti fyrir Eyjafirði fremur smá.
Framan af var hún æði mögur, fitan fyrir miðjan ág.
8—19°/o, sagði mér Brynj. Djarnason, enda átulítil mjög.
í ágústlok var fitan orðin 20—25°/o og átan meiri, þar
með nokkuð af grænátu; þó fekkst nýgotin síld með
að eins 100/o fitu í síld úr Eyjafirði 4. sept. (Br. Bjarna-
son). Eg sá og síld veidda i reknet á Skjálfanda 13.
ág., sem hafði að eins 10°/o fitu, og var hún þó flest
vorgotin og hefði átt að vera búin að taka góðum
sumarbata; en það virðist, að fæða hafi verið af mjög
skornum skammti við austanvert Norðurland í 6uraar,
eins og eg hefi þegar áður skýrt frá.
b. Boínvörpuveiðtr o. ft.
Öll þau sumur, sem dönsku rannsóknaskipin hafa
verið við Norðurland, hafa þau togað á innanverðum
Skjálfanda, til þess að sjá, hvaða breytingar verði þar
á fiskstóðinu frá ári til árs. í þetta skipti var ekkert
ránnsóknaskip við Norðurland og datt mér þvt t hug,
að gera nokkura vörpudrætti á Skjálfanda, svo að ekki
yrði alger eyða í rannsóknum þar t þetta sinn.
>Þór« kom að morgni hins 23. ág. inn undir Víkurnar,
vestan við flóann og var kastað þar allnærri landi og
varpan dregin inn og austur með sandinum (Sjávar-
sandi) í tvo tíma; svo var togað fram og aftur þrisvar
sinnum, ýmist nær eða fjær landi, allt út á 100 m dýpi,
en allt af í landhelgi, á sama svæði og >Dana« hefir
fiskað áður, alls í 7 kl.ttma. Drættirnir voru allir f bezta
lagi, og voru það foringi skipsins og 1. stýrimaður, sem
stjórnuðu þeim til skiptis.
Aflinn varð;