Andvari - 01.01.1929, Side 100
96
Fiskirannsóknir
Andvari
komið af því, að nótin hafi »hreinsað« botninn af ýmsu
»rusli«, eins og eg gat um hér að framan. En þessi
»hreinsun« ætti að hafa þau áhrif, að sandsílið, sem er
svo afar mikilsverð fæða fyrir ýmsan smáfisk (ýsu, þyrsk-
ling, smálúðu o. fl.) geti tekið sér bólfestu og grafið sig
niður, óhindrað af »gróðrinum« og fiskurinn svo hænzt
að því. Einnig eiga skeldýr þau (kúskel, halllokur, tígul-
skel og ýsuskel), sem steinbítur, skarkoli og ýsa lifa svo
mjög á, auðveldara með að taka sér bólfestu eða fisk-
urinn að ná í þau, ef botninn er »hreinn«. — Þessi
»hreinsun« á botninum kemur einnig fram í því, að nótin
fækkar verðlitlum kolategundum, eins og stórkjöftu og
sandkola (og svo krossfiski), svo að þeir eta ekki eins
mikið frá arðvænna fiski eða beitu af lóðarönglum.
Það var gefið í skyn hér að framan, að koladrag-
nótin væri ekkert bákn og ekki sérlega »hræðilegt«
veiðarfæri. Má bezt sjá það á því, að eg hefi sjálfur
dregið hana nokkurum sinnum með öðrum manni hér í
Borgarfirði, á 60 fðm. strengjum. Skoðun útlendra fiski-
manna er yfirleitt ekki heldur sú, að hér sé um neitt
skaðræðis veiðarfæri að ræða, enda ruddi það sér fljótt
til rúms í Danmörku, sem bezta veiðarfærið fyrir hinar
dýru kolategundir og hefir orðið öflug lyftistöng hinna
miklu kolaveiða þar, og fyrir nokkurum árum reistu
Danir manni þeim, sem fann nótina upp, veglegan minn-
isvarða í Esbjærg. — Frá Danmörku hefir nótin svo
breiðzt út til allra nágranna landanna og allt til Bret-
landseyja, Islands og Finnmerkur, enda þykir hún hentug
til veiða á grunnsævi, miklu veiðnari en lagnetin og
tiltölulega ódýrt veiðarfæri, sem jafnvel má brúka á smá-
fleytum, og þeir sem hafa reynt hana hér og eg hefi
talað við, láta vel yfir henni.
Af því, sem hér hefir verið sagt, mætti ætla, að