Andvari - 01.01.1929, Blaðsíða 74
70
Fisfeirannsóknir
Atdvari
aukast nyrðra, þegar kemur fram á haustið, og í sfld
veiddri út af Þorgeirsfirði og við Hrísey 3.—11. sept.
var bæði rauðáta og grænáta í einu.
Aðaltilgangur minn með svifveruveiðunum var að
reyna að fá vitneskju um, hver orsökin er til þess, að
sfldin veður uppi, en það er eins og alkunnugt er afar
merkilegt atriði fyrir síldveiðarnar. Það má segja, að
snyrpinótaveiðarnar hér við land séu alveg háðar þessu
merkilega atriði í lífi síldarinnar, því að menn reyna
ekki að kasta fyrir síldina, nema hún komi í ljós við
yfirborð sjávar; þeir reyna ekki að finna hana með lóð-
inu. Danir gerðu allvíðtæka tilraun til að rannsaka
þetta merkilega mál sumarið 1926, með aðstoð islenzkra
og norskra síldveiðenda, en hafa enn ekki birt neitt um
árangurinn, hvorki af sínum eiginveiðum með Nansens-
háf og yfirborðsháfum, né af veiðum hinna með yfir-
borðsháfum.1)
Það munu nú flestir ætla, að eitthvert samband muni
vera á milli þess, að sfldin >veður uppi< eða er í >uppi-
tökum< og átunnar. Síldin kemur helzt upp í kyrru
veðri og fyrra hluta dags, en getur þó vel gert það Iangt
fram á dag, jafnvel til miðaftans.
Sé veiðiskýrslan athuguð, sést það, að síld hefir að
eins verið í eitt skipti uppi af þeim 5, sem fátt fekkst
af krabbaflóm í efsta lagi (10—0 m), en í 3 skipti af
þeim 8, sem margt var af þeim eða mjög margt; þó
má taka fram, að síðasta tilfellið var kl. 8V2 e. m., eða
eftir uppivöðutíma síldarinnar. Þetta bendir til, að síld
sé meira uppi, þegar mikið er af krabbaflóm við yfir-
borð, en þegar lftið er af þeim, en hvernig það er,
þegar ekkert er þar af þeim, er ekki auðið að sjá af
1) Sbr. „Æflir* 8. tbl. 1926, bls. 147—150.