Andvari - 01.01.1929, Blaðsíða 67
Andvari
Fiskirannsóknir
63
athugað síld þar í bæði skiptin. Loks fór eg heim á
»Goðafossi« frá Akureyri að morgni 7. sept. og kom
heim að kveldi hins 8.
Eg gerði svif- og síldaráturannsóknir á 12 ákveðnum
stöðvum. Voru þær aðallega í því fólgnar, að háfnum
var sökt niður á 10, 30 og (ef dýpið var svo mikið)
50 m og dreginn opinn frá 10 m að yfirborði, frá 30
að 10 m og svo lokað og Ioks frá 50 að 30 m og
lokað; með þessu móti fekk eg sýnishorn af sviflífinu
við yfirborð (10—0 m), á dýpinu frá 30—10 m og frá
50—30 m. ]afnframt var sjávarhitinn mældur. Eg miðaði
mesta dýpið við dýptina á stærstu snyrpinótum, en dýpið
10—30 m er vanalegt reknetjadýpi. Með þessu móti
gat eg fengið vitneskju um, hvar sviflífið (eða átan) var
mest í sjónum. Stöðvarnar valdi eg þar sem annað hvort
var enga síld eða veiðiskip að sjá, eða innanum snyrpi-
nótaskipin, þar sem þau voru að veiðum, stundum fast
við síldartorfur í uppivöðum, og stöðvarnar voru allar,
nema nr. 10, »teknar« á uppvöðutíma síldarinnar. Auk
þessa tók eg oft síldarátu í skaftháf, sem dreginn var
við yfirborð sjávar við skipið. Eg ætlaði að hafa rann-
sóknarstöðvarnar 14 alls, en varð svo óheppinn að missa
háfinn í 13. drætti, án þess auðið væri að sjá orsökina
til þess. Annars hefði eg kosið að geta haft stöðvarnar
miklu fleiri, einkum inn með Ströndum og inni í fjörð-
unum suður úr Húnaflóa vestanverðum, og svo úti til
hafs lengra en við fórum, en þess var nú ekki kostur.
Eg hafði ætlað mér að vera um tíma á »Skallagrími«,
sem var allan þenna tíma á síldveiðum, en þegar eg
háfði verið hið stytzta sem eg mátti á »Þór«, var
•Skallagrímur* að hætta veiðum, svo að af því gat
ekki orðið.
Það yrði of langt mál að skýra ítarlega frá útkomu