Andvari - 01.01.1929, Blaðsíða 10
6
Hallgrímur Kristinsson
Andvari
Haustið 1896 gekk Hallgrímur Kristinsson í Möðru-
vallaskóla og útskrifaðist þaðan vorið 1898 með
góðri einkunn. Var hann síðan lausamaður og barna-
kennari hið næsta ár. En snemma hneigðist hann til
verzlunarstarfa og réðst hann, vorið 1899, til Magnúsar
Sigurðssonar kaupmanns og stórbónda á Grund í Eyja-
firði. Auk stórmikils búskapar rak Magnús um þær
mundir, og lengi síðan, umfangsmikla sveitarverzlun á
Grund. Réðst Hallgrímur einkum til verzlunarstarfanna,
en tók þó jafnframt þátt í hvers konar bústörfum, er
ástæður kröfðust, eins og títt var um þá menn, er
verzlunarstörf unnu hjá Magnúsi. Krafðist öll umsýsla
Magnúsar dugnaðar og þrekmannlegra viðbragða, eins
og ljóst má vera af því, að hann hafði þá með hönd-
um mjög mikinn hluta af öllum vöruflutningum í framan-
verðan Eyjafjörð. — Þótti Magnúsi þegar mikið til
Hallgríms koma, ekki einungis vegna bráðgerðra hæfi-
leika hans við verzlunarstörfin, heldur og fyrir frábæran
dugnað hans, áhlaupaskerpu, fjör og ósérhlífni við hvers
konar erfiðisvinnu. Var Hallgrímur til dæmis að taka
afburða sláttumaður og í framasta lagi hlutgengur til
hvers konar umsýslu og mannrauna.
]ón Davíðsson í Hvassafelli, er fyrr var getið, hafði
flutzt búferlum að Reykhúsum í Hrafnagilshreppi. ]ón
var sonur Davíðs bónda á Litla-Hamri í Eyjafirði, ]óns-
sonar vefara á Kroppi, ]ónssonar bónda á Grund í
Þorvaldsdal, ]ónssonar bónda á Djúpárbakka, Rögn-
valdssonar bónda á Öxnhóli, ]ónssonar bónda á Kross-
um, Rögnvaldssonar, ]ónssonar, Þorgeirssonar á Kross-
um, er sveinn var ]óns Arasonar byskups. — Sonur
]óns vefara, en bróðir Davíðs á Litla-Hamri, var Magnús
prestur í Laufási, faðir ]óns ráðherra og þeirra syst-
kina. — Kvæntur var ]ón Rósu Pálsdóttur frá Tjörnum