Andvari - 01.01.1929, Blaðsíða 13
Andvari
Hallgrímur Kristinsson
9
erlendis við sölu á búsafurðum bænda, einkum kjöti,
frá haustinu 1912 og lengi síðan. Ox starf hans fyrir
samband ísl. samvinnufélaga jafnt og þétt, unz hann
hvarf með öllu frá störfum fyrir kaupfélag Eyfirðinga
og tók við forstöðu sambandsins árið 1918. Gegndi
hann framkvæmdastjóra- og síðar forstjórastörfum sam-
bandsins alla stund síðan til dauðadags
Auk starfa sinna í þágu samvinnufélaga landsins gegndi
Hallgrímur og ýmsum öðrum trúnaðarstörfum. Hann
var, haustið 1917, skipaður í nefnd, til þess að hafa með
höndum einkasölu á útfluttu kjöti landsmanna. Árið 1920
og 1921 átti hann sæti í útfiutningsnefnd, sem fór með
einkasölu á hrossum. Hann var skipaður einn af þremur
forstjórum landsverzlunar í ársbyrjun 1918 og gegndi
því starfi, unz breyting var ger á starfsháttum verzlunar-
innar. Árið 1920, í marsmánuði, var hann skipaður einn
af fimm mönnum í viðskiptanefndina, er stofnuð var,
til þess að stilla í hóf innflutningi á erlendum varningi.
Enn átti hann sem fulltrúi landsstjórnarinnar sæti í stjórn
eimskipafélags íslands; var um alllangt skeið stjórnar-
nefndarmaður í búnaðarfélagi íslands. Loks var hann
einn af stofnendum og átti sæti í stjórn sjóvátrygginga-
félags íslands.
Hallgrímur Kristinsson hafði hin síðari ár ævi sinnar
kennt innvortiskvilla nokkurs og fekk eigi bót á ráðna.
Þann 14. janúar 1923 veiktist hann hastarlega, lá þunga
legu og andaðist 30. dag mánaðarins, tæpra 47 ár gamall.
II.
Hallgrímur Kristinsson hefir verið athafnamestur og
áhrifaríkastur forvígismaður samvinnumála á landi hér.
Sagan um ævistarf hans verður þess vegna meginþáttur
í sögu samvinnuhreyfingarinnar hér á landi um hans