Andvari - 01.01.1929, Side 19
Andvari
Hallgrímur Kristinsson
15
mundir voru uppi í Þingeyjarsýslu. Eigi voru forgöngu-
mennirnir studdir af reynslu eða kunnleik á sams konar
félagsmálahreyfingum erlendum, heldur var félagið í
ýmsum efnum frumsmíð, risið af bráðri héraðsnauðsyn
og vaxið af innlendum staðháttum og þjóðarhögum. —
Félagið setti sér þegar stórbrotið takmark og hóf bar-
áttu um yfirráðin í héraðinu gegn selstöðuverzluninni,
er þar hafði verið lengi rótgróin og ráðið ein öllu um
verzlunarhagi héraðsbúa. Urðu þau viðskipti bæði lang-
stæð og harðfengileg, en enduðu með fullum sigri kaup-
félagsins.
Þessi félagsmálahreyfing Þingeyinga breiddist skjótt
út til næstu héraða. Á öndverðu ári 1885 ferðaðist
Jón Jónsson í Múla um vestursveitir Þingeyjarsýslu og
nokkurn hluta Eyjafjarðar, til þess »að skýra fyrir mönn-
um hugsjónir og starfsemi félags þessa (H. Þ.) og örva
menn til samvinnufélagsskapar í líka stefnu*.1) — Risu
þá upp félög á þessu svæði og þar á meðal kaupfélag
Eyfirðinga árið 1886, eins og fyrr var greint.
Kaupfélag Þingeyinga og þau félög önnur, er teljast
máttu afspringur þess, voru öndverðlega að eins pönt-
unarfélög, sem seldu vörur við kostnaðarverði. Megin-
tilgangurinn varð sá, að ná sem ríkustum árangri á
hverjum tíma, efna til fyllstu samkeppni við selstöðu-
kaupmennina og flytja inn nytsamar, vandaðar og ódýrar
vörur. Miklar aukningar sjóða samrímdust illa þessum
höfuðtilgangi. — Fátækir bændur, er einkum stóðu að
þessum samtökum, gátu eigi lagt fram starfsfé til veru-
legra drátta. Og eigi var þá til í landinu nein sú pen-
ingabúð, er félögin gætu leitað til um rekstursfjárlán.
Einu úrræðin urðu þau, að leita á náðir erlendra lánar-
1) Tímaril ísl, samvinnufél. 1907, bls. 162.