Andvari - 01.01.1929, Page 92
88
Fiskirannsóknir
Andvari
skorðað í grópina vinstra hné, þegar kastað var og sjór
var, en listinn á plittinum fyrir hægra fót, til að spyrna
við, því að skotmaður stóð allt af á plittinum, þá
skutlað var.
Utvegur við þessa veiði var ekki annað en »ráin«
og »járnið«. Ráin var 5 áln. á lengd, þráðbein, áttstrend
um miðju, vel sívöl til beggja enda, með holu upp í
framenda og greiptum járnbút í botn holunnar, og hvala-
járnið, sem var 19—21 þuml. langt, sett upp í holuna og
felldir með því 4 smá-eikarfleygar, svo að það sæti fast
í ránni, þar til í hvalinn kom og ráin hrökk upp af og
flaut á sjónum. Ték hvalurinn þá mikið viðbragð og
stökk jafnvel upp úr sjónum, og þurfti að hafa góðan
athuga, að verða ekki of nærri. Tveir hraustir og æfðir
undirræðarar voru á bátnum, auk skotmanns, því að oft
þurfti mikinn og laglegan róður til að ná færi á hvaln-
um; færi var kallað 10—16 fðm. Ætlaði þá skotmaður
sér að láta járnið koma beint niður aftur og niður af
horni hvalsins, ofan í mænuhvölfið, talið að hvalurinn
tapaði mest sundkrafti, ef þarna kæmi og legði fljótast
til mænunnar í hvalnum.
Þegar búið var að járna hvalinn, var hann yfirgefinn
um tíma og farið í land og passað upp á hann úr Jandi
með sjónauka, þar til hann fór að veikjast, þá var farið
fram á bát og passað upp á hann, þar til hann dó, ef
inni á firðinum loddi. Var síðan festur í hann strengur
og hann róinn í land og járnið strax skorið úr hvalnum,
þá landfast var, smurt í hnísulýsi eða bómolíu og geymt
þangað til það var brúkað næst.
Oft eltu hvalreyðarnar (mæðurnar) kálfana dauða
langt á leið til lands, þá rónir voru, með miklum látum
og bægslagangi, einkanlega hornfisksreyðarnar.
Hvalirnir dóu eftir U/2—3 sólarhringa frá því þeir