Andvari - 01.01.1929, Blaðsíða 94
90
Fisliirannsóknir
Aadvarí
Svona hljóðar skýrsla Gísla um hvalaveiðar Arnfirð-
inga, hér um bil orðrétt, og er hún svo ljós, að eftir
henni getur hver sem vill reynt að skutla hval.i) Þessi
aðferð var hin sama og enn tíðkast við hrefnu(vághval)-
veiðar í Noregi, nálægt Bergen. Hún byggist á blóð-
eitrun og er alls ekki mannúðleg (ef annars má tala um
mannúðlegar hvalaveiðar), og hafði þann stóra galla, að
hvalirnir vildu tapast. — Nú eru Arnfirðingar farnir að
skjóta hrefnur, eins og minnzt hefir verið á í skýrslu
þessari (bls. 73). Annars var það Ieitt, að Arnfirðingar
og aðrir Vestfirðingar urðu ekki á undan Norðmönnum
I hvalveiðum hér við land á rúmsjó, þegar fjarðaveið-
arnar lögðust niður. En vonandi taka þeir sig nú á, ef
hvalveiðar verða teknar upp á ný, eins og nú liggur
við borð.
í viðbót við þessa skýrslu gaf Gísli mér — óumbeðið —
upplýsingar um selveiðar Arnfirðinga fyrrum. Er lýsingin
á veiðiaðferðinni svo ljós og ítarleg, að eg tel sjálfsagt
að taka hana með; hún er svona:
»Fyrir aldamótin 1800 og fram yfir miðja 19. öld kom
mjög mikið af vöðusel eða vöðu, eins og hann var
nefndur, að Vestfjörðum; kom hann í torfum, með mörg
hundruð sela í hverri, inn á Arnarfjörð í byrjum jóla-
föstu og hélzt þar inni þar til í miðgóu; þá fór urtan
að skilja sig frá og færa að ísnum til að kæpa, en
brimlarnir héldu sig inni nokkuru lengur. Var þá selveiði
stunduð af miklu kappi, því að selaveiðin var keppnis-
afli og báru þeir af með veiðina, er lengst og beinast
skutluðu. Gengu þá til selaveiða 12—17 bátar úr Auð-
1) Ltkön af járni og rá hafa þeir Alftamýrarbræður gefið fiski-
félagi íslands.