Andvari - 01.01.1929, Blaðsíða 62
58
Fiskirannsóknir
Andvari
sé eins seint og í þetta skifti, sem virðist hafa verið
eitthvað óvanalegt.
Aðalfiskurinn á Bankanum og sá sem gerir garðinn
frægan, er þorskurinn og það er svo að segja ein-
göngu stórþorskur, 3: kynsþroskaður og roskinn fiskur,
mestmegnis 8—12 vetra, en líka margt af eldra (stærra
fiski). Um stútung og þyrskling er varla að ræða. Þarna
er sá rétti »fiskur* og fátt af »ruslfiski«. Þetta hafa
menn reynt fyrir löngu og langt er víst orðið síðan farið
var að fiska á Bankanum, fyrst af útlendum og síðar
líka af innlendum þilskipum, og enda þótt þessi skip
væru ekki stórtæk á aflann, á móts við það sem togar-
arnir hafa orðið síðustu þrjá áratugina, þá fekk hann
samt snemma nafnið »Gullkista Suðurlands*. Sumir
ætla nú, og þar á meðal ýmsir togara skipstjórar, að
þorskurinn sé að minnka og verða torfengnari (styggari)
nú orðið, en fyrir 10—15 árum. Þó þarf þetta ekki að
vera fækkun í sjálfu sér, það getur legið í því, að togur-
unum, sem fiska á Bankanum, fjölgar stöðugt og taka
margfalt meiri afla, en seglskipin áður, meðan þau voru
flest, svo að afli hvers togara getur orðið minni, án
þess að fiskmergðin minnki. En hin miklu uppgrip við
Hraunið síðast Iiðna vertíð, virðast ekki benda á mikla
fækkun. Áraskipti geta líka verið allmikil að fiskmergð-
inni og síðustu árin virðist fiskurinn halda sér norðar
með landinu en áður, líklega vegna hærri sjávarhita þar.
Veðráttan hefir líka allmikil áhrif á vertíðaraflann, þrá-
látir austan- og sunnanstormar tefja oft mikið fyrir. Að
svo stöddu er ógerlegt að vita með vissu, hvort hér sé
um raunverulega fækkun að ræða, því að engar skýrslur
eru til um afla út- og innlendra manna á Bankanum
og því ekki auðið að gera neinn samanburð á afla á
skip (af ýmsu tægi) fyrr og nú.