Andvari - 01.01.1929, Page 37
Andviri
Þjóðbandalagið og fsland
33
bandalagsins, er það að athuga, sem miklu réð um
nefnda ályktun ráðsins, að hlutleysi Sviss er vopnað
hlutleysi og landið hefir hvað eftir annað sýnt það, og
síðast í heimstyrjöldinni, að það getur varið hlutleysi
sitt. Og þess er einnig að gæta, að undanþága Sviss
um hlutleysi, er um hlutleysi frá hernaðarlegu sjónar-
miði (sbr. Motta þingtíð. 1920, bls. 308), en hún gildir
ekki skuldbindingar samkv. 16. gr. 1. mgr., sem eg
nefndi áðan. Sviss tekur á sig allar skyldur um við-
skipta- og fjármálaslit við friðrofa eins og aðrar banda-
lagsþjóðir, svo að í rauninni er það ærið mikilvægur
þáttur samábyrgðarinnar, sem hlutleysið tekur ekki til.
Luxemburg líkist íslandi í því efni, að hún hefir
engan her eða engan að kalla, um 250 hermenn. Með
samningi frá 11. maí 1867 höfðu nokkur veldi ábyrgzt
hlutleysi landsins, en þessi hin sömu veldi felldu úr gildi
þessa ábyrgð með friðarsamningunum í Versailles. En
Luxemburg var allt að einu hlutlaus samkvæmt eigin-
löggjöf sinni. Þegar Luxemburg beiddist inngöngu f
bandalagið, var í beiðninni lögð áherzla á hlutleysið
og þess óskað, að það mætti haldast og þá tryggt af
bandalaginu á sama hátt sem verið hafði samkv. samn-
ingnum frá 1867, og að þetta ríki fengi þannig sérstöðu
innan bandalagsins. Nefnd sú, er beiðnina fekk til at-
hugunar, benti á, að erfiðleikar yrðu á því að taka þessa
beiðni til greina. Luxemburg lýsti þá því, að hún byggist
alls ekki við því, að verða leyst undan skyldum þeim,
sem greinir í 16. gr. sáttmálans og samþykkti, að frjáls
leið skyldi verða um landið fyrir her, sem færi eftir
ráðstöfun ráðs bandalagsins; enn fremur samþykkti
Luxemburg, að 2. mgr. 16. gr. gilti í fullum mæli gagn-
vart sér. Það, sem Luxemburg hélt fast við af hinni
upprunalegu beiðni, var það, að hún á engan hátt yrði