Andvari - 01.01.1929, Blaðsíða 85
Andvari
Fiskirannsóknir
81
seint um haustið áður og legið óklakin um veturinn, en
sílin eru 4 mm, þegar þau skríða úr eggi). Þetta er
smæsti fiskurinn, sem eg hefi mælt, kominn í botn.
En svo hefir það og komið í ljós við kvarnarannsókn,
að sílin, sem veidd eru eftir sumarsólstöður (21. júní,
H—U), og ekki eru yfir 11 cm, eru líka á 1. ári og
sama verður að segja um síli á sömu stærð, veidd í
mars og apríl (A—C), þau hafa sennilega ekki fyllt
fyrsta árið, en hafa náð vexti vetrungsins. (Kvarnirnar
úr B hafa vetrarlínu í röndinni). Smæstu sílin úr maí—
júní (D og E) eru sennilega flest veturgömul (I. fl.) og
sama má ætla um sílin, sem eru 11—13 cm löng í hin-
um dálkunum.
Lengra er eigi auðið að komast með mælingunum
einum saman, því að kvarnirnar sýna það, að aldurs-
flokkarnir fara að blandast saman, svo að t. d. 13 cm
fiskur getur verið veturgamall eða tvævetur og 16 cm
veturg. eða þrevetur. Það hefi eg séð við rannsókn á
kvörnum úr fiskunum í M, þar sem fiskarnir undir 10
cm eru allir af 0 fl., 11—12 allir veturg., 13—14 cm
flestir veturg., fáir tvæv., og 15—16 flestir tvæv., fáir
veturg., en þar eð eg rannsakaði ekki nema fátt af öll-
um kvörnunum, get eg ekki birt útkomuna nánara. Aftur
á móti hefi eg aldursákvarðað öll sílin í A, G og R og
skal skýrt frá útkomunni í eftirfarandi töflu í þremur
yfirlitum, sem eru merkt sömu bókstöfum og í töflunni
á bls. 79.
Þó að ekki sé fleira en þetta af fiski í hverjum ald-
ursflokki í töflunni, þá sést það glöggt, að þeir blandast
mikið saman, úr því að fiskurinn er orðinn veturgamall
og að eldri fiskar geta verið minni en hinir yngri (sbr.
G). Það sést líka glöggt, að ekki er um nema fjóra
aidursflokka (0—IV. fl.) að ræða, eða að sandsílið
6