Andvari - 01.01.1929, Blaðsíða 58
54
Fiskirannsóknir
Andvari
lóðaskipin, bæði gufuskip og mótorbátar, þarfnast. Það
má segja, að þau liggi mjög vel við fyrir vel haffær
skip úr höfnunum við Faxaflóa (skammt að sækja á
þau), en þó liggja þau enn betur við frá veiðisiöðvun-
um kringum ]ökul, ef þar væru hafnir og sæmilega
stór skip.
2. Síðari ferð mín á »Skallagrími« var á Selvogs-
bankann. Eg gat þess í síðustu skýrslu minni (Andv.
LII, bls. 56—58), að eg hefði verið á Selvogsbanka
vorið 1925, en staðið þar of stutt við til þess að geta gert
nokkurar verulegar athuganir, en lýsti þó bankanum
nokkuð. Svo bauðst mér aftur tækifæri í vor er leið og
stóð ferðin yfir frá 11. til 21. apr. og var skipið allan
tímann á bankanum. Auk þess, sem eg ætlaði að kynna
mér fiskalíf bankans yfirleitt og hrygninguna sérstaklega,
vildi eg sjá veiðarnar, sem nú eru farnar að tíðkazt á
Hrauninu, og svo halda áfram tilraunum með klakningu
þorskeggja. Allan tímann var veðrið hið ákjósanlegasta
og gerði það aðstöðu mína miklu betri, þar sem ekkert
sérstakt skýli er á svona skipi, þar sem maður geti haft
dót sitt út af fyrir sig örugt fyrir veðri og sjó.
Eg gat þess í áminnztri skýrslu, að á innanverðum
og austanverðum Bankanum væri víðáttumikið svæði,
sem nefnist hraunið, sökum þess, að botninn er þar all-
úfinn. Eg fekk nú töluvert meiri þekkingu á þessu svæði
en áður, því að skipið var lengstum við það eða á því.
Togara-menn vorir hafa nú fengið furðu nákvæma þekk-
ingu á austur-, suður og vesturrönd Hraunsins, en síður
á norðurröndinni. Lengd þess er mest frá A til V,
eitthvað um 20 sjómílur, því að það nær til hásuðurs
af Ölfusárósi að A en af Geitahlíðarhorni að V; mesta
breiddin er á því vestanverðu, frá N til S, 10—12
sjóm. og mun víðáttan því vera um 200 fersjóm. eða