Andvari - 01.01.1929, Page 15
Andvari
Hallgrímur Kristinsson
11
vesaldómi íslendinga sjálfra er hin ófagrasta. Einkunnir
verzlunarinnar voru í fáum orðum þessar: Lítt vandaðar
og alloft stórskemmdar, innfluttar vörur, seldar ránsverði.
Afskaplegt hirðuleysi um meðferð, álit og verð á innlendum
framleiðsluvörum. Algert einræði kaupmanna um verðlag
og skömmtun varanna. Og loks ákaflega siðspillandi mis-
munun í verzlunarkjörum, þar sem kaupmennirnir leituð-
ust við að afla sér vinsælda ríkisbænda með víngjöfum,
vinmælum, skjalli og vildiskjörum, meðan allur þorri
viðskiptamanna fóru haltrandi, hæddir og smáðir af
kaupmönnum og verzlunarþjónum þeirra.
Drýning Jóns Sigurðssonar er sterk og ómyrk. Hann
segir á blaðsíðu 82 í fyrrnefndri ritgerð: »Vér höfum
haft verzlunarfrelsi í full 15 ár, áður en nokkurum fór
að detta í hug fyrir alvöru að nota sér það, til að ná
til sín nokkuru af ágóða verzlunarinnar, og hefðu ekki
ormar og maðkar risið upp öndverðir úr kornbingjum
kaupmanna, teygt upp höfuðin og litið um öxl, til að
frýja oss hugar, þá mundi hafa verið allt að mestu kyrt
um full tuttugu ár að minnsta kosti*. Ádeila ]óns for-
seta á hendur hinum dönsku kaupmönnum er margþætt
og óvægileg. Hann segir: »Kornvöru og timbur færa
því kaupmenn af mjög skornum skammti, svo landsmenn
verði ætíð að fara auðmjúkan bónarveg til að fá það«. —
»Það teljum vér eitt hið lakasta, þegar kaupmaður
neyðir viðskiptamann sinn, til þess að taka út á vörur
sínar óþarfa, og neitar honum um viðskiptavörurnar að
öðrum kosti« (bls. 84). — Enn lýsir hann því glögglega,
hversu kaupmenn leituðust við að halda okurtökum sín-
um með ýmsum brögðum, er hann nefnir »verzlunar-
krækjur«: »Eitt hið helzta ráð, sem kaupmenn hafa, til
þess að fá sér viðskiptamenn og halda þeim við, er
»uppbótin«« (bls. 86). »Uppbótin« falst í því, að eigi