Andvari - 01.01.1929, Page 51
Andvari
Fiskirannsóknir
47
togarana, frá því á haustin og fram á vor (til maíloka).
JafnhliÖa Jökuldjúpinu gengur:
Kolluáll frá úthafsdjúpinu inn á milli Jökulbanka og
Látragrunns, fast inn með Snæfellsnesi norðanverðu,
langt inn í Breiðafjörð; hann er mjórri en ]ökuldjúpið,
en mun dýpri, einkum undan Svörtuloptum og Ond-
verðanesi: þar er dýpið 320—340 m (170—180 fðm.),
2—3 sjóm. undan landi og við Ondverðanes er ekki
nema rúm sjóm. (2 km) út á 100 fðm. og brúnin mjög
brött. Svo smágrynnist állinn inn eftir, en heldur þó
100 m (50 fðm.) dýpi inn undir Bjarneyjar og er þá
orðinn um 80 sjóm. á lengd. Botninn er leir, eins og
vant er í djúpum álum. Mjög er fiskisælt f Kolluál, eins
og í ]ökuldjúpi, og fiskur þar víst fyrir allan tíma árs,
líkt og í Djúpál, Húnaflóaál og Eyjafjarðarál, enda eru
þessir álar og Jökuldjúpið, sem líka er áll, allsvipaðir
í ýmsu tilliti; í þá safnast margs konar fiskur og mikil
mergð þeirra sumra, eins og síldar, ufsa og þorsks, og
hygg eg, að það stafi af því, að straumarnir, sem leggur
inn með botni þessara ála, verða að lokum að beygja
upp að yfirborði og bera þá með sér næringarefnin frá
botninum og upp að yfirborðinu, þar sem þau verða
»frumátunni« til næringar, en hún eykur svo hið æðra
líf, hina stórgerðari »átu«, krabbadýrin, sem loðna, sand-
síli, spærlingur, síld, ufsi og fleiri fiskar nærast á (sbr.
það, sem eg hefi áður sagt um Halann og Hvalsbaks-
hallann. Skýrsla 1925—26, bls. 65—66 og 69). — Þessir
álar verða að þjóðbraut fyrir ýmsa göngufiska utan úr
djúpunum og inn á grunnin. Þannig er Jökuldjúpið þjóð-
braut fyrir þorsk, síld og flyðru inn í norðanverðan
Faxaflóa, fyrir flyðruna inn í Mýrasjóinn, fyrir síldina
inn á Kantana og fyrir þorskinn, smáan og stóran, inn
á mið Akurnesinga, inn á Kantana og suður í Rennur