Andvari - 01.01.1929, Blaðsíða 69
Asdnri
Fiskirannsóknir
65
1. stöÓ. Húnaflói, V. af Blönduósi, 11. ág.
a. 15; krabbaflær r, dínóflagellatar cccc, díatómeur CCC.
b. 7; krabbafl. c, dínófl. cc, dfat. c.
c. 13; krabbafl. c, dínófl. c, díat. cc.
Engar sildartorfur sáust, né veiðiskip, en undanfarna daga hafói
verió þar mikil veiöi og mörg skip, en nú voru hin síöustu aö
fara þaðan. Óðinshænsn voru nokkur.
2. stöö. 4 sjóm. NV af Skaga (Skallarifi), 13. ág.
a. 6; krabbafl. c, dínófl. ccc, díat. ccc.
b. 7; krabbafl. r, dfnófl. ccc, díat. c.
c. 5; krabbafl. r, dínófi. cc, díat. c.
Tvær sfldartorfur óðu uppi; drógum háfinn hjá annari. Engin
skip nærri. Um 20 háhyrnur, ungar og gamlar, voru á sveimi
kringum torfurnar og margt af mávum og ritu og nokkur óðins-
hænsn.
3. stöð. 3 sjóm. út af Rifstanga, 14. ág.
a. 1; krabbafl. r, dínófl. c.
b. 12; krabbafl. cc, dínófl. c, egg c.
c. 5; krabbafl. c, dínófl. c, egg c.
Enga síld að sjá og engin síldarskip; fuglar engir og engar
marglyttur, né annað lff að sjá í sjónum.
4. stöð. 2 sjóm. V af Kálfshamarsvfk, 18. ág.
a. 18; krabbafl. r, dfnófl. cccc, díat. cc.
b. 25; krabbafl. c, dínófl. cccc, díat. r.
c. 8; krabbafl. c, dínófl. cccc, díat. r.
Síld óð uppi allt í kring og mörg skip á veiðum. Athugaði eina
stóra torfu við skipsstefnið; sfldirnar syntu í allar áttir, með op-
inn munn, rétt undir yfirborði, eins og þær væru að safna »átu“;
þutu niður, ef þær styggðuzt, en komu jafnharðan upp aftur; háf-
urinn var dreginn hjá torfunni. Margt af óðinshænsnum á sjónum
að tína eitthvað kringum síldartorfurnar.
5. stöð. 2 sjóm. S af Drangey, 25. ág.
a. 8; krabbafl. c. dínófl. ccc.
b. 3; krabbafl. c, dínófl. c.
c. 3; krabbafl. c, dfnófl. c.
í skafthálinn fekkst mikið af krabbaflóm (rauðátu) og dálftið af
augnasfli (grænátu) við skipshliðina. Sild óð uppi til og frá og
mörg skip að veiðum. Háfurinn var dreginn rétt hjá einni torfunni.
Óðinshænsn voru að „tína“ á sjónum; aðrir fuglar voru þar ekki.
5