Andvari - 01.01.1929, Blaðsíða 52
48
Fiskirannsóknir
Andvari
og kannske allt suður á Svið, þegar hann ekki fer syðri
Ieiðina, 3: inn með Garðskaga úr Miðnessjónum. Á
sama hátt verður Kolluáll þjóðbraut fyrir fisk, síld, þorsk
og flyðru inn í Breiðafjörð, og er þá flyðran sá fiskur-
inn, sem líklega er kominn af mestu dýpi (eftir hrygn-
inguna úti í reginhafi), en gengur lengst inn, allt inn í
straumana á innanverðum firðinum.
Grunnið, sem gengur frá Snæfellsnesi út á milli
Jökuldjúps og Kolluáls, á sér ekkert nafn næst nesinu,
og vil eg nefna það Dritvíkurgrunn, því að út á það
innanvert hafa menn sókt afla sinn úr hinni fornfrægu
verstöð, Dritvík, meðan hún var við líði, og eflaust er
fisk þar að fá á opinna báta miðum enn, ef stundað
væri, því að 6—10 sjóm. undan landi, þar sem togarar
fiska nú, er mjög aflasælt, en botn víða mjög úfinn og
viðsjárverður, og yfirleitt harður á utanverðu grunn-
inu. — Vtri hluti grunnsins, þegar komið er 10—12
sjóm. undan nesinu og dýpið er orðið c. 150 m (75—80
fðm.), nefnist Jökulbanki; hann er eins og breiður
hryggur, sem nær langt til hafs; 100 fðm. dýptarlínan
er dregin 40 sjóm. undan nesinu, og þaðan nær hann
svo aðrar 40 sjóm. í sömu stefnu, og er þá komið hér
um bil í hávestur af Garðskaga, norður af djúpi því,
sem á enskum sjókortum er nefnt Ward’s Hole. Er
dýpið þar 110—120 fðm. Þarna úti reyndi »Skalla-
grímurc eina nótt í febrúar síðast liðinn vetur, bæði uppi
á bankanum og í hallanum suður af honum, en fekk
að eins mikið af karfa og lítið eitt af löngu og keilu,
en ekkert af þorski. Taldi skipstjóri aflann líkastan því,
sem hann er á Hala, þegar þorskur er þar ekki.
Eg tók það fram áður, að fiskalífið í Jökuldjúpi er