Andvari - 01.01.1929, Side 66
62
Fiskirannsóknir
Andvarí
hina s. n. »grænátu€, sem hefir reynzt að rýra sölugildi
saltsíldar, þegar hún hefir verið nokkuð að ráði í síld-
inni. Hvorttveggja þetta hafa Danir fengist við að rann-
saka undanfarin sumur (Dr. P. Jespersen) og í sumar
(stud. P. Hammer), en um þær rannsóknir hefir ekkert
verið birt ennþá. — Ennfremur fekk eg hr. Brynjúlf
Bjarnason, sem var við efnarannsókn á síld á Siglufirði
fyrir hönd síldareinkasölunnar, að athuga fæðu síldar-
innar og fitu samhliða athugunum mínum.
Auk þessa hugsaði eg mér að gera nokkura botn-
vörpudrætti á Skjálfanda, sem framhald á veiðum »Dönu«
þar undanfarin sumur og þess vegna voru öll tækin til
þess konar veiða tekin með, en til sviflífsrannsóknanna
hafði eg aðallega all-stóran háf úr silkidúk; hann var
svo gerður, að honum má sökkva svo djúpt sem vera
skal og loka með fall-lóði, á því dýpi sem óskað er og
svo draga hann upp, án þess að nokkur lifandi vera
komi í hann. Hann er kenndur við próf. Fr. Nansen
(Nansen’s Lukkehov). Skal nú skýrt nokkuð nánara frá
þessum veiðum, hvorum fyrir sig.
A. Svif- og síldarátuveiðarnar.
»Þór« lagði af stað norður 8. ág. að kveldi og kom-
um til Siglufjarðar að morgni hins 10. Byrjaði hann
þegar að kveldi sama dags eftirlitsferðir sínar og var
úr því á sífeldu sveimi fram og aftur á svæðinu milli
Hornstranda og Langaness, inn um alla firði og út á
haf, allt út að Grímsey. Einu sinni var farið fyrir Langa-
nes og suður á Bakkafjarðarflóa. Var eg á skipinu til
1. sept. og fór að kveldi þess dags í land á Siglufirði
og dvaldi þar á 3. dag, og gat athugað síld þar á meðan,
eins og eg líka gerði þau skiptin, sem eg kom þar inn
á »Þór«; einnig var eg tvisvar á Svalbarðseyri og gat