Andvari - 01.01.1929, Blaðsíða 65
Andvari
Fiskirannsóknir
61
frá veiði um þetta leyti, ættu að auka viðkomuvonina
að miklum mun, enda þótt gera megi ráð fyrir að þrátt
fyrir allt klekist árlega margfalt meira af eggjum, en
nauðsynlegt er til þess að halda stofninum við.
Hið óæðra botndýralíf á Selvogsbanka er ekki fjöl-
skrúðugt borið saman við það sem er t. d. í Jökul-
djúpi. Eg hefi stuttlega getið um, hvernig því er háttað
á Hrauninu, eftir því að dæma sem situr á steinum,
sem upp koma. Á sléttari botni, sandi og leir fyrir utan
Hraunið ber mest á vanalegum krossfiski (Asterias
rubens) og kúskel, helzt af yngra tæginu, einnig sést
nokkuð af ígulskel (Cardium echinatum) og svo nokkuð
af djúpsævis-sæstjörnum o. fl. Loks má nefna letur-
humar, sem oft er töluvert af, einkum á sumrin.
B. Rannsóknir á „Þór“ við Norðurland 1928.
Eg gat þess í byrjun skýrslunnar, að eg hefði farið
norður fyrir land á varðskipinu »Þór* í sumar er leið,
að loknum rannsóknunum í Faxaflóa, í byrjun ágúst-
mánaðar. Fekk eg leyfi viðkomandi ráðuneytis til þess
að vera á skipinu og gera þær athuganir, sem sam-
rýmanlegar væru við aðalstarf skipsins, sem var að gæta
landhelginnar fyrir norðurströndinni um síldveiðitímann.
Það sem vakti fyrir mér var, að gera nokkrar athug-
anir viðvíkjandi sviflífi sjávarins í sambandi við síldveið-
arnar, og sérstaklega reyna að fá vitneskju um, hvort
nokkurt samband væri sjáanlegt milli krabbaflónna (Cope-
poda), einkum rauðátunnar (Calanus finnmarchicus) og
síldarinnar og hvort hún myndi vera það, sem lokkar
síldina upp í yfirborðið, eða fær hana til að »vaða
uppi«, sem eins og kunnugt er, hefir hina mestu þýðingu
fyrir snyrpinótaveiðarnar. Einnig ætlaði eg að reyna að
fá frekari vitneskju um augnasílið (Rhoda inermis) eða