Andvari - 01.01.1929, Page 43
Andvari
Þjóðbandalagið og ísland
39
sem gerist vargur í véum bandalagsins og stuðla að
því, eftir því sem í voru valdi stæði, að haldið verði í
heiðri hugsjón þess og markmiði,
Nú mæla sumir menn svo, að bandalagið hafi lítið
gert að því, að jafna deilur milli þjóðanna, og ekkert
unnið á í því að breyta hernaðaranda stórþjóðanna; það
sé hégómi einn og skvaldur, sem gerist í Genéve, sér-
staklega á bandalagsþinginu; það væri lítið varið í fyrir
oss að borga mikið fé til þess að vera leikendur í þeim
leik. En þessir menn mæla annaðhvort af fullum ókunnug-
leika eða eru haldnir af rússneskum anda. Því að svo er
mál með vexti, að engri deilu hefir enn verið skotið til
bandalagsins, sem það hefir ekki jafnað, og hefir bæði
ráðið og dómstóllinn unnið hér mikið starf. Nokkurar af
þessum deilum voru svo illkynjaðar, að þær hefðu án
alls efa dregið styrjöld á eftir sér, ef bandalagsins hefði
ekki notið við.
Þeir, sem trúandi er til þess að skynja rétt og mæla
það eitt í þessu máli, sem sannast er, bera ekki heldur
brigður á það, að bandalagið hafi áunnið mikið í því
efni, að sefa hernaðarandann og auka samstarf þjóð-
anna. Driand sagði á síðasta bandalagsþingi: Locarno-
samningurinn er ávöxtur af starfsemi þjóðbandalagsins;
Parísar-sáttmálinn nýi eða svo nefndur Kelloggs-samn-
ingur er það sömuleiðis, og enginn franskur utanríkis-
ráðherra og þýzkur kanzlari mundu hafa hitzt til að ráða
ráðum sínum um sameiginleg mál, ef starf þjóðbanda-
lagsins væri ekki á undan gengið.
Balfour lávarður sagði svo í ræðu í efri-málstofunni
1924: »Á hinum stutta tíma, sem bandalagið hefir
starfað, hefir það tvímælalaust skapað anda á meðal
þjóðanna, sem ekki var til áður. Eg tala af reynslu um
þetta efni, því að eg hefi sjálfur skynjað það í Genéve,