Andvari - 01.01.1929, Blaðsíða 113
Andvari
Þættir úr menningarsögu Vestmannaeyja
109
Vestmannaeyjum kölluð upsaseiði, sem annarstaðar
eru nefnd smáupsi.
Keituseiði, -is, hvk., mjög smá upsa- og þorskaseiði.
Sumardagsveizla, -u, -ur, kvk., glaðningur, sem sjó-
menn héldu sér eftir vertíðina. Alsiða var í Vestmanna-
eyjum og er jafnvel enn, að húsfreyjur fá það, sem
aflast á sumardaginn fyrsta eða hluta af því.
Sigla upp á, var sagt um skip, sem komu af hafi og
leituðu lands undir land. Það hefir franzmaður (frönsk
skúta) verið að sigla upp á í allan dag, var t. d. sagt.
Setja á hólarta, vera kominn á hólana, var sagt um
báta, sem hætt var að róa á til fiskjar og búið var að
flytja upp á land og biðu niðurrifs. Þetta var og stund-
um viðhaft um farlama fólk, sem orðið var óvinnufært,
og þá sagt, að hann eða hún væri komin á hólana.
Fara með hana. Þegar menn drukknuðu nærri landi,
var oft farið með hana út á sjó, þar sem skipstapinn
varð, til að reyna að finna líkin. Var það trú, að han-
inn galaði, þar sem líkið lægi undir; tíðkaðist þetta fram
yfir aldamótin síðustu. Sumir höfðu bezta trú á hvítum
hönum. Þessi siður er líklega forn, en hefir haldizt hér
lengur en víða annarstaðar. Getið er þess í annálum,
að þá er Sigurður Oddsson í Oddgeirshólum í Flóa,
sonur Odds byskups Einarssonar, drukknaði í Hvítá
1617, að þá hafi verið róið með hana út á ána til að
finna líkið.
Bússa, -u, -ur, kvk., svo voru og eru margir hólar
kallaðir í Vestmannaeyjum í námunda við bæi, þaðan
sem vel sást til skipa. Sennilega dregið af búðsa, skip, sbr.
Skálholtsbússuna gömlu, flutningaskip Skálholtsstaðar.
Þanghestur, -s, -ar, kk., hestbyrði af þangi. Þang var
til skamms tíma mikið notað til eldsneytis í eyjum.
Allri þangfjöru er skipt milli jarðanna saman með reka-