Andvari - 01.01.1929, Blaðsíða 103
Andvari
Fiskirannsóknir
99
in er bonnuð í skozkri landhelgi, að minnsta kosti skip-
um yfir ákveðna stærð, en að eins vegna friðunar á
ungviði, einkum skarkolaungviði, sem hún þykir of stór-
tæk á1) — Fiskimenn í sumum héruðum Noregs hafa
orðið all-háværir um skaðsemi þessa veiðarfæris (það
á að róta um botninum og eyða öllu ungviði) og kraf-
izt þess, að það yrði bannað (Finnmerkingar vildu og
fyrir nokkurum árum fá bannaða mótorbáta til fiskveiða,
af því að hávaðinn í vélinni átti að fæla fiskinn burtu!),
en banni á þeim grundvelli hefir ekkert orðið úr. Aftur
á móti hefir nótin verið bönnuð í einum stað í Þránd-
heimsfirði, til þess að vernda skarkola-uppfæðinginn frá
klakstöðinni í Niðarósi, og lagnet fiskimanna á sama
svæði, og eins hefir hún verið bönnuð á tímabilinu frá
15. mars til 15. maí, fyrir Nordlandsfylki, og stendur til
að láta bannið ná yfir allt, en það er að eins gert til
þess að vernda skarkolann um hrygningartímann. í öðr-
um Iöndum er mér eigi kunnugt um, að neitt bann sé
á brúkun þessa veiðarfæris.
Af því, sem eg hefi sagt hér að ofan, tel eg enga
ástæðu til að banna að svo stöddu koladragnótarbrúkun
hér við land, vegna þess að hún skemmi botn eða eyði
ungviði að ráði, nema ef væri á svæðum, þar sem mikið
vex upp af ungviði verðmætra fiska (t. d. skarkola), en
hins vegar getur nauðsyn borið til að banna hana um
ákveðinn tíma á vissum svæðum (heimamiðum), þar sem
mönnum að öðrum kosti er meinað að stunda vanalegar
veiðar, enda séu veiðar stundaðar að staðaldri af heima-
1) Áriö 1927 hefir dragnótabrúhun aukizt mikiö, og iánast vel,
viö Skotland og Hjaltland, samkv. skýrslum frá Fishery Board for
Scotland, 1927, bls. 80.