Andvari - 01.01.1929, Qupperneq 107
Andvtrí
Þættir úr menninsarsðgu Vesfmannaeyja
103
kallaði í hans stað, vera árla á skriði, því að oft var róið
löngu fyrir dag, en skipshöfnin á tíningi um bæina.
Kom köllunarmaðurinn venjulega á gluggann og var
viðkvæðið þetta: »Eg er að kalla til skips í ]esú nafni*.
Stakasta regla var í eyjum á öllu, er að sjómennskunni
lauf, enda formennirnir oftast valdir menn. Það mun
naumast hafa komið fyrir, að sjómönnum hafi fatazt frá
róðri sökum drykkjuskapar eða þessleiðis.
Sjólestur, -s, kk. Það var siður á öllum bátum, að
lesin var bæn þegar komið var á flot áður en lagt var
út á Leiðina. Las formaður oftast, en allir tóku ofan,
meðan lesið var. Það var jafnan siður og hafði haldizt
lengi, að hver nýr prestur, sem kom í eyjarnar, samdi
ejómannabæn, áttu sumir formenn skrifaðar sjóbænir
eftir marga presta (allt frá dögum séra Guðmundar
Högnasonar í Kirkjubæ í eyjum, er dó 6. febr. 1795);
hafði hver þá bæn, er honum líkaði bezt. Á útdráttar-
daginn var lesin sérstök bæn.
Skipsáróður, -s, skipsáróðrar, kk. Borgun, sem skips-
eigendur inntu af höndum til hásetanna, sem þó fengu
sinn fulla hlut, fyrir að róa á þeirra vegum. Skipsáróð-
urinn var venjulega 3—4 kr. á hvern háseta. Forna
merkingin í orðinu, um skyldu landsetanna til að róa á
vegum jarðeigandanna, horfin hér, en orðið hélzt í þeirri
merkingu, er að ofan greinir, í Vestmannaeyjum. Venju-
Iegast var róið á áttæringum, en þó þekktust teinæring-
ar; á áttæringum voru oft um 20 manns, þannig 5—6
f barkanum frammi í, 2 í andófinu, 2 í fyrirrúminu, 2
miðskipa og enn 2 í austurrúminu, á bitanum voru og
2 valdir menn. Þótti það allt af heiðurssæti að vera á
bitanum; í miðskut voru 2 eða 3 og svo formaður, auk
þess voru 1 eða tveir hálfdrættingar. í Vestmannaeyjum
var á bátunum tíðkuð svo kölluð Lokortusigling, er var