Andvari - 01.01.1929, Side 18
14
Hallgrímur Kristinsson
Andvarí
kaupmennina. Völdu þeir sér oddvita, er hlaut ráðstöf-
unarvald yfir vörunum og rétt til þess að gera úrslita-
samninga um verðlag. Ætlunarverk þeirra varð þá það,
að ganga á milli kaupmannanna, efna til samkeppni
milli þeirra og »prútta« um verðið aftur og fram.
Lengra náði sú viðleitni ekki. Fylgdu henni ýmsir
ókostir, en litlar umbætur á sjálfu verzlunarástandinu.
Næsta skref á þessari leið voru verzlunar-hlutafé-
lögin norðan lands: »Félagsverzlunin við Húnaflóa* og
»Gránufélagið« við Eyjafjörð. Fyrr talið félag náði mikilli
útbreiðslu um Húnavatnssýslu, Skagafjörð og allt í Dali
suður. »Gránufélagið« stóð um hríð með allmiklum
blóma. Félög þessi áttu sér reyndar skamman aldur.
Var þá eigi þekkt hár á landi eða fundið form sam-
vinnunnar, er síðar gaf samtökum bænda varanlegt lífs-
magn. Eigi að síður áttu þessi félög forgöngu í verzl-
unarbaráttunni og orkuðu stórfelldum umbótum. Bæði
höfðu þau skip í förum til vöruflutninga og héldu uppi
beinu verzlunarsambandi við útlönd. Félögin áttu mikinn
þátt í að bæta verzlunarkjörin, þar sem þau náðu til,
bæði um verðlag, vöruvöndun og innflutning ýmissa
vörutegunda, er horfðu til beinna framfara í búnaði og
og lifnaðarháttum. En megingagnsemd þeirra mun þó
hafa verið sú vakning, er þeim fylgdi og að landsmönn-
um tók að aukast trú á eigingetu og úrræði. Menn,
sem áður höfðu, að kalla mátti, horft í gaupnir sér,
tóku nú að hvessa sjónir móti nýrri dagrenningu.
Fyrsta samvinnufélag á íslandi var stofnað í Þingeyj-
arsýslu árið 1882 og nefndist kaupfélag Þingeyinga.
Upphafsmaður félagsins og um leið frömuður samvinnu-
stefnunnar í landinu var Jakob Hálfdánarson bóndi á
Grímsstöðum við Mývatn. Áttu og hlut að stofnun fé-
lagsins og vexti þess allir fremstu menn, er um þær