Andvari - 01.01.1929, Qupperneq 28
24
Hallgrímur Kristinsson
Andvari
skaplyndi, að hann gat umgengizt alla kalalaust og með
samúð, þó að mikið greindi á í málum. Fyrir því hélt hann
til dauðadags óskertri virðingu jafnvel svæsnustu póli-
tískra andstæðinga.
Hallgrímur Kristinsson var samvinnumaður með öðr-
um hætti en flestir þeir, er undir því merki standa.
Eigi einungis naut samvinnustefnan starfskrafta hans
óskiptra, heldur mótaði hún og hugarfar hans allt, lífs-
skoðun og breytni. Framkvæmdirnar sjálfar, á leið stefn-
unnar, urðu fyrir sjónum hans, að eins tæki eða leið að
hinu eiginlega marki, sem fremstu fylgismenn hennar
hafa fyrir augum: Siðfágun mannanna og hagsæld í
bróðurlegu samstarfi. Kjarni stefnunnar og siðferðislegt
markmið varð honum höfuðatriði, hluti af honum sjálf-
um, lífsstefna hans og æviþrá. — Lét hann eitt sinn orð
falla við þann, er þetta ritar, á þá leið, að hann óttað-
ist um framtíðarörlög stefnunnar. Hann kveið því, að
starfsemin myndi, er stundir liðu fram, snúast í hags-
munabaráttu einvörðungu, meðan eldur hugsjónanna
félli í fölskva hjá gröfum frumherjanna, enda væri þá með
öllu unnið fyrir gíg, með því að raunverulegt gildi sér-
hverrar félagsmálahreyfingar og umbótaviðleitni manna
væri fólgið í þeirri þróun, er hún fengi orkað í andleg-
um og siðferðislegum efnum.
Tveir voru eðliskostir ríkastir í fari Hallgríms Krist-
inssonar. Hann var gæddur frábærlega mikilli samúð
með mönnunum og viðleitni þeirra og hann átti mikið
af skapandi orku. Þegar slíkum höfuðkostum eru sam-
fara miklar gáfur, afburðafjör og vinnuþrek, mælska og
glæsimennska, þá verða slíkir menn sjálfkjörnir til for-
ystu. Hinn skapandi máttur í fari Hallgríms beindist
að endurbótum í mannfélagsmálum. Fyrir því vann hann
ávallt að umbótum og nýmyndunum í samstarfi manna