Andvari - 01.01.1929, Side 89
Andvari
Fiskirannsóknir
85
síli, 8—10 cm langt, í hverju og 7 af þeim með höfuðið
á undan; stóð snjáldrið á magabotni, en sporðurinn í
koki trönusílisins (maginn mátulegur fyrir þessa stærð
sandsílisins); í 5 voru óþekkjanlegar fiskleifar.
D. Hvalveiðar Vesífirðinga fyrrum.
Á ferð minni um Vestfirði sumarið 1901 fekk eg
ýmsar upplýsingar um hvalaveiðar Arnfirðinga fyrr meir,
hjá þeim feðgum Ásgeiri Jónssyni á Álftamýri og Matthí-
asi, syni hans, í Baulhúsum, er báðir höfðu fengizt við
veiðarnar. Birti eg svo hið helzta af þessum upplýsing-
ingum í skýrslu minni um ferðina (Andv. XVIII bls.
134). Seinna fann eg, að það var ýmislegt fleira, sem
var vert að vita um veiðarnar og hvalina, og í fyrra sá
eg, að ekki mátti dragast lengur að fá þenna fróðleik,
því að Ásgeir var þá dáinn fyrir mörgum árum, og
Matthías, síðasti hvalaskutlarinn á arnfirzka vísu orðinn
háaldraður maður, nær áttræðu. Sneri eg mér því til
góðkunningja míns, Gísla á Álftamýri, bróður Matthíasar
(mun yngri þó, en vel kunnugur þessu máli) og bað
hann að gefa mér, með aðstoð bróður síns, ýmsar upp-
lýsingar. Urðu þeir bræður vel við beiðni minni og sendu
mér fróðlega skýrslu, sem eg vil nú birta hið helzta
úr og þakka þeim um leið innilega fyrir greiðann.
Eins og eg hefi áður greint frá í skýrslu minni, voru
það »kálfar« fjögurra hinna stærstu reyðarhvalategunda
vorra, sem veiddir voru: hornfisksreyðar eða hornfisks
(hnúfubakur, Knolhval), hafreyðar (steypireyður, Blaahval),
langreyðar (síldreki, Finhval) og geirreyðar (sandreyður,
katthveli, Sejhval).
Hvalirnir komu á ýmsum tímum ársins í fjörðinn, oft
með kálfana yngstu um vertíðarlok, 12 vikur af sumri,