Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1929, Page 36

Andvari - 01.01.1929, Page 36
32 Þjóðbandalagið og ísland Andvari verzlun og fjármálum, og banna allar samgöngur milli íbúa friðrofaþjóðar og bandalagsþjóðar, og hverri banda- lagsþjóð er skylt að koma í veg fyrir öll fjármála-, verzlunar- og persónuleg sambönd milli íbúa friðrofaþjóðar og íbúa annarrar þjóðar, hvort sem hún er í bandalag- inu eða ekki. I 16. gr. 2. mgr. er svo fyrirmælt, að það sé skylda ráðsins, þegar svo er ástatt sem nú var sagt, að gera tillögu um (recommend) til stjórna bandalagsþjóðanna, hversu mikinn herstyrk af hverri tegund hver banda- lagsþjóð skal leggja til, til þess að vernda og halda í heiðri sáttmála bandalagsins. Sáttmálinn gerir hvorki ráð fyrir því, að innan banda- lagsins eigi sér nokkurt hlutleysi stað né að nokkur bandalagsþjóð sé vopnlaus. En nú er það þó svo, að tvö ríki, Sviss og Luxem- burg, sem áður voru hlutlaus, hafa gengið í bandalagið. Sviss gerðist frummeðlimur bandalagsins, en þjóðar- atkvæði var látið fram fara um það, hvort landið ætti að ganga í bandalagið; 12V2 kantóna samþykkti það, en 11V2 var á móti. En þegar eftir inngöngu þess, var lagt fyrir til úrlausnar, hvernig þátttaka þess í þjóð- bandalaginu mætti fara saman við hið aldagamla hlut- leysi þess, og krafa gerð um það, að þetta ríki mætti halda hlutleysi sínu. Var málinu lokið á þá leið, að ráðið lýsti því í ályktun 13. febr. 1920, að Sviss hefði frá fornu fari alveg sérstaka og einstæða afstöðu, sem stað- fest væri í þjóðasamningi frá 1815 og viðurkenndi ævar- andi hlutleysi þess. Það mun mega telja allar líkur til þess, að Sviss mundi ekki hafa gengið í bandalagið, ef það hefði ekki fengið að halda hlutleysi sínu, sem runnið er þjóðinni í merg og bein. En þótt Sviss hafi þessa sérstöðu innan
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.