Andvari - 01.01.1929, Page 36
32
Þjóðbandalagið og ísland
Andvari
verzlun og fjármálum, og banna allar samgöngur milli
íbúa friðrofaþjóðar og bandalagsþjóðar, og hverri banda-
lagsþjóð er skylt að koma í veg fyrir öll fjármála-,
verzlunar- og persónuleg sambönd milli íbúa friðrofaþjóðar
og íbúa annarrar þjóðar, hvort sem hún er í bandalag-
inu eða ekki.
I 16. gr. 2. mgr. er svo fyrirmælt, að það sé skylda
ráðsins, þegar svo er ástatt sem nú var sagt, að gera
tillögu um (recommend) til stjórna bandalagsþjóðanna,
hversu mikinn herstyrk af hverri tegund hver banda-
lagsþjóð skal leggja til, til þess að vernda og halda í
heiðri sáttmála bandalagsins.
Sáttmálinn gerir hvorki ráð fyrir því, að innan banda-
lagsins eigi sér nokkurt hlutleysi stað né að nokkur
bandalagsþjóð sé vopnlaus.
En nú er það þó svo, að tvö ríki, Sviss og Luxem-
burg, sem áður voru hlutlaus, hafa gengið í bandalagið.
Sviss gerðist frummeðlimur bandalagsins, en þjóðar-
atkvæði var látið fram fara um það, hvort landið ætti
að ganga í bandalagið; 12V2 kantóna samþykkti það,
en 11V2 var á móti. En þegar eftir inngöngu þess, var
lagt fyrir til úrlausnar, hvernig þátttaka þess í þjóð-
bandalaginu mætti fara saman við hið aldagamla hlut-
leysi þess, og krafa gerð um það, að þetta ríki mætti
halda hlutleysi sínu. Var málinu lokið á þá leið, að ráðið
lýsti því í ályktun 13. febr. 1920, að Sviss hefði frá
fornu fari alveg sérstaka og einstæða afstöðu, sem stað-
fest væri í þjóðasamningi frá 1815 og viðurkenndi ævar-
andi hlutleysi þess.
Það mun mega telja allar líkur til þess, að Sviss
mundi ekki hafa gengið í bandalagið, ef það hefði ekki
fengið að halda hlutleysi sínu, sem runnið er þjóðinni í
merg og bein. En þótt Sviss hafi þessa sérstöðu innan